Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Ung kona myrt í garði Vigdísar: „Ég er í sjokki. Ég er sorgmædd“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þegar ég kom heim til mín í gærkvöldi voru lögreglur útum allt fyrir framan húsið mitt og í bakgarðinum mínum þar sem svefnherbergið mitt er. Ég sá strax að það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi þar sem rannsóknarlögregla var á staðnum og það var verið að setja upp tjald og menn í hvítum göllum að taka myndir útum allt.“

Þetta segir Vigdís Howser Harðardóttir, rappari og listakona, á Facebook en hún er búsett í Berlín. Ung kona, 31 árs að aldri, fannst látin fyrir framan hús Vigdísar. Í umfjöllun þýskra fjölmiðla kemur fram að bróðir hennar, 36 ára hafi verið handtekinn, grunaður um verknaðinn. Játaði hann að hafa orðið systur sinni að bana með því að berja hana ítrekað með borðfót svo henni blæddi út og komst hún aldrei til meðvitundar. Morðinginn hafði ekki svör við því hvað hafði valdið því að hann hefði ráðist með offorsi á systur sína og framið svo hrottalegan glæp.

Nágrannar segja hinn grunaða hafa verið vinalegan en þó lengi án atvinnu. Vigdís er sem von er í áfalli eftir þessa hræðilegu reynslu. „Ég sá svo líka lík og þá vissi ég að það væri eitthvað mjög alvarlegt í gangi. En það var semsagt stelpa myrt af kærastanum sínum í húsinu sem deilir með mér garði og var því allt að gerast beint fyrir framan svefnherbergisgluggann minn,“ segir Vigdís og bætir við:

 „Ég er í sjokki. Ég er sorgmædd. Ég hef aldrei séð svona áður.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -