Þriðjudagur 25. janúar, 2022
3.8 C
Reykjavik

Ung móðir launalaus rétt fyrir jól: „Hvar er réttlætið?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ung móðir stendur nú í þeim sporum að vera launalaus rétt fyrir jól. Móðirin sagði sína sögu í samtali við Mannlíf en í október var hún í fullu háskólanámi þegar hún fann að andlega heilsan hennar réði ekki við meira. „Málið snýst ekki um „smá“ andlegt álag heldur innlagnir á geðdeild. Ég vildi heldur ekki hætta í náminu mínu, það varð bara of mikið fyrir mig.“

Eftir ótal áranguslausra atvinnuumsókna og viðtala hafði hún samband við Vinnumálastofnun og sótti um atvinnuleysisbætur. Þar var hún beðin um skýringu á því hvers vegna hún hafi sagt sig úr námi, sem hún veitti þeim. „Í gær barst mér svo bréf frá Vinnumálastofnun þess efnis að ég sé metin með 85% bótarétt en vegna þess að ég hafi hætt námi mínu þá séu viðurlög þeirra að fresta greiðslu um 2 mánuði. Þetta bréf kom 18 dögum fyrir jól.“ Segir móðirin en ljóst er að hún fái engar greiðslur fyrir jól né áramót, þrátt fyrir að vera greind með geðsjúkdóm og hafi fullgilda ástæðu fyrir því að þurfa að setja námið á bið.

„Þannig að rétt fyrir jól stend ég, einstæð móðir, tekjulaus, jól á næsta leyti og enn á ég eftir að kaupa örfáar jólagjafir. Eitt barnanna minna á afmæli 2 dögum fyrir jól og ég sé ekki fram á að geta haldið afmælisveislu. Ég spyr því hvar er réttlætið? Hvernig geta stofnanir leikið sér með líf fólks?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -