Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ungbarnadauði hvergi fátíðari en á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu. Árið 2018 var meðalævilengd karla 81,0 ár og meðalævilengd kvenna 84,1 ár á Íslandi.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur meðal annars fram að frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur fjórum.

Á 10 ára tímabili (2008–2017) var meðalævi karla lengst í Sviss 80,7 ár og skipuðu þeir fyrsta sætið í Evrópu. Fast á hæla þeirra komu karlar á Íslandi (80,6), Liechtenstein (80,3), Svíþjóð (80,0) og Ítalíu (80,0), síðan á Spáni og í Noregi (79,7). Styst var meðalævilengd evrópskra karla í Rússlandi (62,6), Moldavíu (65,9), Úkraínu (66,0).

Á sama tíma var meðalævi kvenna á Spáni 85,7 ár og í Frakklandi 85,5 ár og skipuðu þær fyrsta og annað sæti í Evrópu. Næst á eftir komu konur í Sviss (85,0), Ítalíu (84,9), Liechtenstein (84,4), Luxemborg (84,1) og á Íslandi (84,0). Meðalævilengd kvenna var styst í Moldavíu (74,0), Rússlandi (74,6) og Úkraínu (76,1).

Menntaðir lifa lengur

Tölurnar sýna einnig að ævilengd eykst samhliða aukinni menntun og hefur bilið aukist á undanförnum árum. Árið 2018 var meðalævilengd 30 ára kvenna með grunnskólamenntun 52,6 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við að lifa 48,8 ár til viðbótar. Konur með framhaldsskólamenntun máttu búast við að lifa rúmlega tveimur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 54,9 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var meiri meðal karla þar sem ævilengd 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 51,8 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun.

Aftur á móti mega þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar eiga von á því að lifa lengur en þeir sem minni menntun hafa. Þannig var ævilengd 30 ára kvenna með háskólamenntun 56,1 ár eða 3,5 árum meira en þrítugra kvenna með grunnskólamenntun árið 2018. Ævilengd 30 ára karla með háskólamenntun var 53,7 ár eða tæpum fimm árum lengri en þrítugra karla með grunnskólamenntun.

- Auglýsing -

Milli áranna 2011 og 2018 jókst ævilengdin frá 30 ára aldri mest meðal háskólamenntaðra, eða um 1,4 ár. Ævilengd 30 ára jókst minna meðal framhaldsskólamenntaðra eða 0,9 ár en styttist um 0,1 ár hjá grunnskólamenntuðum.

Loks kemur fram í tölum Hagstofunnar að ungbarnadauði á Íslandi er 1,7 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum árið 2018. Á 10 ára tímabili (2008–2017) var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,8 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Ungbarnadauði var að meðaltali 2,2 í Finnlandi og Slóveníu, 2,5 í Svíþjóð og Noregi og 2,7 í Tékklandi og Kýpur. Tíðastur var ungbarnadauði í Tyrklandi, 11,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -