Hanna segir frá óþægilegri reynslu inni í hverfahópnum 108 RVK-Hverfagrúppa á Facebook í gærkvöldi.
„Núna rétt í þessu voru 3 unglingsstrákar að kasta eggjum í húsið okkar. Foreldrar unglingsdrengja viljið þið ræða við ykkar krakka svona hegðun er ólíðandi!(er sjálf foreldri unglingsdrengja og þeir misstu andlitið yfir þessu).“
Fleiri í hópnum höfðu lent í svipuðu. „Við fengum yfir okkur lúkur af möl/grjóti þar sem við sátum í pottinum að njóta… þeir eru til á myndavél…!“ Segir Ólafur nokkur í athugasemdum við færslu Hönnu. Þá segist Cecilia einnig hafa lent í eggjakasti í gærkvöldi.
Samkvæmt Hönnu hringdi hún í lögregluna sem ætlaði að mæta á svæðið og svipast um eftir unglingahópi.