Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Upplifa einmannaleika – sofa ekki nóg og drekka orkudrykki daglega: „Það er áhyggjuefni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er áhyggjuefni hversu stór hluti íbúa upplifa andlega og líkamlega heilsu sína slæma og það er ákveðin stigmögnun í hópi þeirra sem upplifir einmanaleika.“ Þetta segir Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjavíkurborg í fyrirspurnum borgarinnar um niðurstöður lýðheilsuvísa Reykjavíkurborgar, sem birtir árlega niðurstöður sínar en þetta verkefni var fyrst sett í gang 2019. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um rannsóknina á vef borgarinnar: https://www.reykjavik.is/lydheilsa

„Við þurfum að bregðast við þessu. Það er mikilvægt fyrir okkur sem störfum að heilsueflingu og forvörnum að skoða vel hvernig ákveðnir þættir eru að þróast og vísarnir gefa okkur grunnhugmynd að því hvernig samfélagið er að þróast út frá þeim gögnum sem hefur verið safnað.“

Helstu niðurstöður sýna að fleiri fullorðnir meti andlega heilsu sína slæma. Ungmenni drekka minna áfengi en sofa ekki nóg. Og borgarbúar hafa gott aðgengi að grænum svæðum nálægt heimilum sínum.

„Þeir vísar sem dregnir eru fram ár hvert eru mismunandi en við val á þeim er sjónum beint að áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna,“

Það sem kom fram í Lýðheilsuvísum Reykjavíkurborgar í ár var að:

  • Fleiri fullorðnir meta andlega heilsu sína slæma og það er stigmögnun í hópi þeirra sem upplifa einmanaleika. Samhliða þessu eru færri sem upplifa sig hamingjusama.
  • Það fjölgar í hópi ungmenna í 8-10. bekk sem sofa minna en 7 klst. á nóttu.
  • Færri ungmenni í 10. bekk hafa orðið drukkin síðustu 30 daga.
  • Rúmlega helmingur framhaldsskólanema drekka orkudrykki daglega.
  • 99,8% íbúa Reykjavíkur hafa aðgengi að grænum svæðum innan við 300 m frá heimili sínu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -