Lögregla var kölluð út í hverfi 105 í gærkvöldi vegna líkamsárásar. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort þolandi hafi slasast alvarlega. Síðar um kvöldið hringdi hótelstarfsmaður í miðbæ Reykjavíkur í lögreglu. Þar hafði karlmaður gert sig líklegan til þess að stela tveimur farsímum en þegar starfsmaður hótelsins reyndi að stöðva hann brást hann illa við og réðist á starfsmanninn. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort starfsmaðurinn hafi slasast við átökin.
Í Kópavogi var óskaði eftir viðbúnaði lögreglu vegna íþróttakappleiks og skömmu síðar vegna líkamsárásar skammt frá. Ekki kom til átaka á íþróttaleiknum, sem fór að sögn lögreglu fallega fram. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur án ökuréttinda en báðir hafa ítrekað verið teknir fyrir slík brot.