• Orðrómur

Sjálfstæðiskonan Sif sakar Margréti sviðsstjóra um langvarandi einelti og hættir sem bæjarfulltrúi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, hefur sagt af sér vegna eineltis starfsmanns Ísafjarðarbæjar gegn henni. Starfsmaðurinn sem um ræðir heitir Margrét Geirsdóttir og er sviðsstjóra velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Sif hefur hefur falið lögmanni að gera bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins.

Síðastliðin þrjú ár hefur Sif setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en nú hættir hún vegna eineltis sem verið hefur til rannsóknar undanfarið hálft ár; til að reyna að leysa vandann fékk Ísafjarðarbær ráðgjafafyrirtækið Attentus til að taka málið að sér og greina vandann.

Það var síðan í lok mars að Attentus kynnti niðurstöður greiningar sem unnin var með viðtölum; við vitni og aðra tengda málinu.

Í tilkynningu sem Sif sendi frá sér segir meðal annars: „Niðurstaðan var að um einelti var að ræða og ljóst að ég hafði ítrekað vakið athygli á þessum samskiptum. Í skýrslunni var einnig sú niðurstaða að sveitarfélagið hafi brugðist með því að aðhafast ekki í málinu fyrr, þar sem ég hafði oft sagt frá erfiðum og djúpstæðum samskiptavanda. Ef sveitarfélagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að eineltið hefði ekki orðið eins alvarlegt og langvarandi.“

Sif segir að hún hafi strax gefið það út „að ég væri tilbúin í sáttameðferð, en fékk þau skilaboð að hinn aðilinn væri ekki tilbúin til sátta. Eftir um sjö vikna töf vegna andsvara og seinagangs leggur Ísafjarðarbær til sáttarmeðferð.“

Engin formleg afsökunarbeiðni hefur borist frá Ísafjarðarbæ til Sifjar vegna málsins og telur hún að stjórnsýslan hafi brugðist sér í málinu og vegna þessa treysti hún sér því engan veginn að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Sif hefur ákveðið að gera bótakröfu á hendur bæjarins „vegna þessa seinagangs og aðgerðaleysis í máli þar sem niðurstaðan var ótvírætt, langvarandi einelti. Ég vil þakka bæjarfulltrúum kærlega fyrir samstarfið á síðustu þrjú árin og ég vil sérstaklega þakka íbúum Ísafjarðarbæjar innilega fyrir það traust að fá að starfa í þeirra þágu, en á meðan ég get ekki treyst kerfinu get ég ekki unnið fyrir kerfið í þágu íbúanna.”

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -