Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.9 C
Reykjavik

Uppnám á leikskólanum Mánagarði sem var lokað í gær – Börn á bráðadeild með hættulega Ecoli-sýkingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Börn á leikskólanum Mánagarði við Eggertsgötu hafa greinst með Ecoli-smit. Staðfest er að fjögur börn hafa greinst og grunur leikur á að níu börn hafi smitast. Þau voru send á bráðadeild Landspítalans til greiningar. Uppnám var á leikskólanum sem hefur verið lokað vegna þessa ástands. Ekki er vitað til þess að neitt barnanna hafi veikst alvarlega, sem getur verið fylgifiskur sýkingarinnar.

Foreldrar barna á Mánagarði fengu tilkynningu um sýkinguna í gær. Helstu einkenni eru niðurgangur og sótthiti. Foreldrar eru hvattir til þess að fara með börnin á bráðamóttöku ef grunur er um smit. Málið er komið til  sótt­varna­lækn­is. Morgunblaðið greind fyrst frá málinu.

Einkenni sýkingar koma oftast fram eftir 3-8 daga, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun Einkenni geta verið allt frá vægum vatnskenndum niðurgangi í alvarlegan blóðugan niðurgang með magakrömpum og hugsanlega uppköstum.

Venjulega fylgir enginn hiti sýkingum eða lítill hiti. Veikindin vara oftast í 5-10 daga hjá heilsuhraustum einstaklingum, en hjá eldra fólki og börnum undir 5 ára getur sýkingin verið alvarlegri og varað lengur. Í þeim tilfellum geta komið nýrnaskaðar eða skaðar á taugakerfinu. Dæmi eru um að sýkingar af völdum E.coli O157 hafi valið bráðri nýrnabilun sem leiddi til dauða.

Á vef Mat­væla­stofn­un­ar má lesa nán­ar um E.coli-sýk­ing­ar, en þær má oft­ast rekja til saur­mengaðra mat­væla eða vatns.

Hóp­sýk­ing­ar eru ekki al­geng­ar Árið 2019 kom upp slíkt til­felli þegar 24 ein­stak­ling­ar, þar af 22 börn, smituðust af E.coli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -