Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Uppnám og úlfúð meðal Pólverja á Íslandi vegna smitdólgsins: „Skammast mín fyrir mína þjóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fæstum Pólverjum á Íslandi stendur á sama um hvernig umræðan í samfélaginu hefur verið að þróast. Lögreglan hefur verið þögul sem gröfin varðandi smitbera sem talinn er bera ábyrgð á sprengingu í COVID-smitum, fyrir utan að greint hefur verið frá því að hann kom frá Póllandi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn upplýsti svo að næstum allir sóttkvíarbrjótar séu útlendingar sem starfa hér. Spjót beinast því að Pólverjum enda langfjölmennasti þjóðfélagshópurinn hvað það varðar.

Talsverð úlfúð er nú innan Facebook-hóps Pólverja á Íslandi, en hópurinn telur 24 þúsund manns. Það er ljóst að sitt sýnist hverjum því skoðanir Pólverja á málinu eru næstum jafn margar og þeir sjálfir. Ein skoðun virðist þó algengust; viðkomandi skammast sín fyrir svarta sauði sem svindla á sóttkví.

Mateusz nokkur á líklega þá færslu sem flest læk hefur fengið. Hann segir að út af einum hálfvita þjáist heildin. „Ef þú heldur að það sé engin plága í gangi og heldur að þetta sé allt skáldskapur, vertu þá í Póllandi en ekki hér. Ef þú vilt vera hér þá þarftu að fylgja reglunum. Ég hef gert það, líkt og flestir Pólverjar og Íslendingar,“ segir hann meðal annars. Mateusz segir að það sé akkúrat svona hegðun sem valdi togstreitu milli þjóða.

Annar maður, Mariusz að nafni, segist skilja ósköp vel að Íslendingar skuli vera Pólverjum reiðir. Hann segir að Pólverjar myndu nú líklega hafa skoðun á því ef Úkraínumenn, svo dæmi sé tekið, bæru ábyrgð á smitum í Póllandi. „Reynið að setja ykkur í spor Íslendinga, öll þjóðin að vinna saman og svo kemur einhver eigingjarn HÁLFVITI og rústar öllu. Pólverji, auðvitað. Ég skammast mín fyrir þennan gaur. Ég skammast mín fyrir að þurfa að svara vinnufélaga sem spyr: „Af hverju hagið þið ykkur svona?“ Þó að 99 prósent Pólverja standi sig þá er það staðreynd að við berum ábyrgð á næstum öllum hópsmitum,“ segir hann.

Svo eru sumir sem skammast yfir því að landar þeirra séu að tala af sér við Íslendingana. Hér fyrir neðan má sjá skjáskot sem var deilt á Pólverjaspjallinu en viðkomandi taldi þetta óábyrgt.

- Auglýsing -

 

Svo eru aðrir sem koma með kunnuglegt stef um að það séu bara undirgefnir sem trúa á COVID. „Því miður þá gefur sósíalismi og velferðarkerfið einungis af sér þræla. Íslendingar eru fæddir þrælar og skilja þess vegna ekki að þetta er allt svikamylla. Auðvitað er vírusin til og sumir veikjast illa, en skoðum hlutlaust hve margir eru í raun að deyja úr COVID. Það dóu 20 í fyrra og það var næstum allt gamalt fólk. Í Bandaríkjunum er venjulegt líf byrjað aftur, fólk hefur gaman saman án gríma. Allt er opið eðlilega í Dubai, Rússlandi og Japan. Það er eitthvað bogið við þetta.

Svo eru sumir sem segja þetta allt rasisma í Íslendingum. „Þau þurftu að kenna einhverjum um. Ef þetta hefði verið Íslendingur þá hefði það ekki verið gert að neinu aðalatriði. Þau munu kenna okkur um til friða Íslendingana. Það þurfti að finnna fórnarlamb og auðvitað féll það á Pólverjana,“ segir Małgorzata nokkur.

- Auglýsing -

Sumir svara fullum hálsi og vísa þessu aftur til föðurhúsanna. „Ég vill bara minna ykkur á það að í desember voru 50 Íslendingar gómaðir í partý, brutu allar reglur, og þeirra á meðal var ráðherra. Einhvern veginn varð það enginn skandall,“ skrifar einn maður. Nicole nokkur bendir á að alvarlegasta atvikið hafi verið á Landakoti og þar hafi Íslendingur verið á ferð.  Þá segir einn: „Heimska spyr ekki um þjóðerni“.

 

Veistu meira um málið? Mannlíf tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði heitið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -