Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Uppskrift að stéttarstríði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðustu árum hafa skilin milli stétta á Íslandi orðið skýrari. Það er tilfinnanlegur munur á þeim efnahagslega veruleika sem fólk á Íslandi býr í og bilið hefur breikkað eftir því að sem hagkerfið hefur styrkst.

Stétt fjármagnseigenda hefur aukið auð sinn hratt og örugglega og styrkt stöðu sína jafnt og þétt með tilheyrandi hraðri aukningu á umsvifum eigna þeirra.

Á sama tíma hefur staða lágtekjuhópa versnað umtalsvert sökum þess að dregið hefur úr bótagreiðslum til þeirra, skattbyrði þeirra aukist og húsnæðiskostnaður hefur hækkað hraðar en kaupmáttur launa þeirra hefur aukist. Þá þykir húsnæðisöryggi hinna verst settu ekki viðunandi og aðgengi þeirra að viðeigandi húsnæði hefur dregist saman.

Þessar tvær stéttir eru á sitt hvorum endanum á lífsgæðastiganum á Íslandi. Þar á milli er síðan stór millistétt sem hefur líka verið klofin í tvennt; í þá sem á fasteignir og og þá sem hefur ekki haft tök á því að eignast slíkar.

Niðurstaðan er togstreita milli stétta sem á sér fá fordæmi hérlendis, og birtist meðal annars í því sem nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar kalla stéttastríð.

Ítarleg fréttaskýring um málið er í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -