Laugardagur 24. september, 2022
10.1 C
Reykjavik

Uppþot og afhjúpun í hópnum sem hatar konur: „Ég óð eld og brennistein fyrir SDG“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, hefur undanfarið verið iðinn við að smala meðlimum Karlmennskuspjallsins í flokkinn. Karlmennskuspjallið er líklega vafasamasti Facebook-hópur landsins en flest, ef ekki öll, umræða þar snýst um kvenhatur. Frægt er þegar Kristinn Sigurjónsson, þá lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, var rekinn fyrir ummæli sem þar féllu.

Sveinn Óskar hefur deilt nokkrum færslum í hópnum. Hann býður körlunum til að mynda á fund „Miðflokkskvenna“ um brjóstaskimun fyrr í þessari viku. Í fyrradag fékk þó einn karlanna nóg og skrifaði við færslu Sveins: „Sveinn hvaða erindi á þetta hingað? Sigmundur Davið er óþverri eins og allt hans fólk í pólitík.“

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ,

Sá heitir Gunnar Kristinn Þórðarson og er fyrrverandi formaður Karlalistans. Hann hefur ítrekað komist í fjölmiðla vegna hinna svokölluð „Femínstaskjala“ en þar hafði hann safnað saman gögnum sem áttu að sýna fram á hvernig þjóðþekktir femínistar séu að „undirbyggja aðför gegn nafngreindum feðrum“. Gunnar Kristinn skrifar svo í gær langa færslu þar sem hann rekur hvernig Sigmundur Davíð stakk hann í bakið.

„Góðan dag. Þar sem kjörinn fulltrúi Miðflokksins er ítrekað að pósta á þessa síðu til að höfða til karlmanna fyrir næstu kosningar vil ég skrifa hér nokkrar línur til að útskýra andúð mína á flokknum. Ég ásamt örfáum öðrum óðum eld og brennistein fyrir SDG þegar öll þjóðin lagðist á hann. Þá bauð ég mig fram fyrir xB og kom að stofnun xM og hljóp undir bagga með margvíslegum hætti með miklum fórnarkostnaði. Þá höfðu Austfirðingar varað mig við að SDG hefði tilhneigingu til að „skilja menn eftir“. Mér fannst það bara töff og vísir að pólitískum heiðarleika. Svo þegar ég var skilinn eftir, varð ég fyrir vonbrigðum en missti hvorki trú á SDG né heldur málefnin. Það kom miklu síðar,“ skrifar Gunnar Kristinn.

Hann fer svo yfir hvernig hann hafi verið ofsóttur og áður hefur verið fjallað um. „Femínistaskjölin lýsa skipulögðum ofsóknum áhrifa, valda og stjórnmálafólks til að eyðileggja mannorð talsfólks foreldrajafnréttis. Þar fóru mikinn m.a. varaformaður Samfylkingarinnar og ráðgjafi forsætisráðherra í jafnréttismálum auk fjölda annarra. Logið var upp á flest talfsólk foreldrajafnréttis hræðilegu ofbeldi, m.a. fyrrverandi formann Félags um foreldrajafnrétti, sem reyndar á prýðilegt samband við barnsmæður sínar og er að auki lögheimilisforeldri barnsmæðra sinna. Þar tók prestur til máls (sem hafði þá nýlega verið sálusorgari sameiginlegrar vinkonu móður minnar á dánarbeði) og sagði að ég hefði eytt meirihluta æskuára minna á geðdeild og verið farg á foreldrum mínum öll mín uppvaxtarár. (var 2 mánuði á geðdeild um 14 ára aldur í kjölfar taugasjúkdóms og eineltis).“

Gunnar Kristinn lætur svo allt flakka og nefnir margt fólk á nafn fyrir utan dularfullan blaðamann í London. „Í kjölfarið hófust skipulagðar ofsóknir. Sumar þær konur sem töluðu okkar máli voru auglýstar sem hórur á mellusíðum Facebook með mynd, símanúmeri og heimilisfangi. Sumir misstu vinnuna og var gert árás á fyrirtæki og viðskiptaaðiila þeirra. Þegar á þessu stóð, hringir Sigurður Þórðarson í mig, sem sat í kjördæmaráði Framsóknarflokksins í Reykjavík (simtalið hjálagt). Segir hann við mig að á fund með þeim hafi kona úr röðum þessara femínista, sem er þjóðþekktur blaðamaður (og drekkur bjórinn sinn í London) og sagt þeim að ég hefði misnotað börn mín og stjúpbörn,“ segir Gunnar og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Á fundinum voru Sveinbjörg Birna, Guðfinna J. Kristinn Hallur Gissurason og Sigurður Þórðarson. Guðfinna og Kristinn Hallur trúa viðbjóðinum eins og faðirvorinu og fer Kristinn með söguna í Framsóknarflokkinn og Guðfinna í Miðflokkinn. Þessa sögu hafði reyndar blaðakonan áður sett fram á Moggablogginu og er Árni Mattíass. til vitnist um það. Búið var þannig um hnútana að ég hef ekki getað átt kost á að verja hendur mínar, jafnvel þótt barnsmóðir mín, hennar dóttir, okkar dóttir og maður hennar, verja mig öll fyrir þessum viðbjóði. Um enga aðra er um að ræða,“ skrifar Gunnar Kristinn.

Hann bendir svo að lokum á að Miðflokkurinn muni ekkert gera til að bæta hag íslenskra karla. „Þannig að fyrirgefið ef ég hef andstyggð á SDG og Miðflokknum. Þar sem ég kom að stofnun hans og málefnavinnu, vili ég árétta, að það er ekkert sem bendir til þess að Miðflokkurinn muni nokkurn tímann vinna að málum feðra og umgengnisforeldra. Það er bara sumt er ekki er hægt að fyrirgefa.“

Sveinn bæjarfulltrúi hefur enn ekki svarað honum en Gunnar Kristinn telur sig vita hvers vegna hann auglýsi Miðflokkinn svo mikið í þessum vafasama en fámenna hóp: „Annars hefði ég latið þetta vera ef kjörinn fulltrúi Miðflokks hefði ekki verið hér að veiða atkvæði. Þeir vita sem er að konur kjósa þá ekki. Þá er eins gott að öll sagan sé sögð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -