Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Úr kjólum í kokkagalla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir varð að þjóðareign í fyrsta hlutverki hennar sem söngkonan ástsæla Henný Eldey Vilhjálmsdóttir eða eins og hún var best þekkt, Elly Vilhjálms. Fyrsta hlutverk Katrínar eftir Elly er gjörólíkt verkefni, hlutverk í farsanum Sex í sveit.

 

„Ég var reyndar í verkinu Sýningin sem klikkar, með fram Elly, en Sex í sveit er fyrsta sýningin mín eftir að Elly lauk,“ segir Katrín Halldóra sem er fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu.

„Það verður nóg að gera, ég verð á þremur sýningum á Stóra sviðinu í vetur,“ segir Katrín Halldóra. Sex í sveit verður frumsýnt 5. október, Vanja frændi, í janúarbyrjun og síðan söngleikurinn Níu líf, í mars en hann fjallar um ævi og tónlist hins eins sanna Bubba.

Í hlutverki Ellyjar stóð Katrín Halldóra á sviði í hverjum galakjólnum á fætur öðrum. Í Sex í sveit klæðist hún hins vegar kokkagalla og tekst á við hlutverk sem ein fyndnasta kona landsins lék fyrir tveimur áratugum.

„Ég leik kokk frá veisluþjónustu Sexbautans á Akureyri, þetta er hlutverk sem Edda Björgvins lék og gerði frægt fyrir 20 árum þegar leikritið var sett upp síðast. Og ég lendi svolítið inni í þessari lygaflækju sem verður til þarna á sviðinu. Þetta er rosalega gaman, þetta er ekkert smáskemmtileg rulla og ég reyni bara að gera hana að minni. Það er gaman að fá að grínast og hlæja með fólki á sviðinu, það er mjög erfitt að halda andliti, þetta er oft ótrúlega fyndið. Það gengur á ýmsu og lygarnar verða alltaf fleiri og fleiri og maður flækist alltaf meira og meira inn í lygavefinn.“

- Auglýsing -

En á 20 ára gamall farsi við enn þann dag í dag? „Húmor hefur breyst rosalega mikið síðustu 20 árin þannig að það verða líklega einhverjar breytingar á hvernig horft verður á farsa í dag. Þannig að það verður spennandi að sjá, en ég held að þetta sé ekta kvöldstund fyrir fólk til að skella sér út og hafa gaman og gleyma sér og skemmta sér saman,“ segir Katrín Halldóra.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Mynd / Hákon Davíð

„Markmið leiksýninga að búa til skemmtilegar samverustundir“

Katrín Halldóra segir að nú sé kominn tími til að skella sér í leikhús, hlæja og hafa gaman. „Það er aðalmarkmiðið að búa til móment og samverustundir sem eru skemmtilegar. Það verður gaman að sjá hvernig verður tekið í þennan farsa.“

- Auglýsing -

Katrín Halldóra kemur frá Neskaupstað og býr í Mosfellsbæ. Kokkurinn sem hún leikur kemur hins vegar, eins og áður sagði, að norðan. „Ég er að leika Akureyring með norðlenskan hreim þannig að það verður gaman að glíma við það. Það er eiginlega stærsta verkefni mitt að glíma við norðlenska hreiminn,“ segir Katrín Halldóra í gríni.

„Aðalverkefnið núna er að halda andliti á sviðinu.“

Meðleikarar hennar í sýningunni eru Haraldur Ari Stefánsson, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Gísli Rúnar Jónsson sá um að íslenska verk hins franska Marc Camoletti og Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir.

„Við verðum með rennsli á sýningunni fyrir áhorfendur alla vikuna fram að frumsýningu og það mun pottþétt eitthvað skemmtilegt koma upp á. Það er aðalverkefnið núna að halda andliti á sviðinu, hin eru svo fyndin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -