2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2019

Úrslitakvöldið fer fram í Hörpu annað kvöld, laugardaginn 6. apríl. Um tíu hljómsveitir keppa í úrslitunum og hljóta efstu þrjár glæsileg verðlaun.

Efnilegustu hljóðfæraleikararnir verða einnig valdir af dómnefnd en áhorfendur velja vinsælustu hljómsveitina með símakosningu. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt af Rás 2 og árið 2016 hóf Ríkissjónvarpið að streyma úrslitakvöldinu í beinni útsendingu á www.ruv.is. Þess má geta að Músíktilraunirnar eiga sér yfir 30 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Á meðal hljómsveita sem hafa á borið sigur úr bítum undanfarin ár má nefna Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Between Mountains. Hátíðin í í Hörpu í kvöld hefst klukkan 17.00. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is