- Auglýsing -
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,82 prósent í dag; verðmæti langflestra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni dróst saman, en þetta kemur fram á RÚV.
Eins kemur fram að úrvalsvísitalan hefur lækkað um 12,3 prósent frá 26. apríl; hefur ekki verið lægri síðan í desember 2020.
Mest lækkuðu hlutabréf í fjárfestingafélaginu Skel, um 4,35 prósent; hlutabréf í þremur fyrirtækjum til viðbótar lækkuðu um þrjú til fjögur prósent; það eru Sýn, Marel og Iceland Seafood.
Reitir er eina félagið sem var verðmætara í lok dags en í morgun; hlutabréf þess hækkuðu um 0,31 prósent.
Þá stóð hlutabréfaverð í Högum stóð í stað.