Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Útlendingar segja Íslendinga ganga fyrir: „Þarf að vera reiprennandi til að skræla kartöflur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útlendingar sem búsettir eru hérlendis telja að nú í Covid-kreppunni séu Íslendingar teknir fram yfir þá við ráðningar. Í nær öllum atvinnuauglýsingum þess dagana sé þess krafist að umsækjendur hafi fullkomið vald á íslensku.

Það er Christian nokkur sem vekur máls á þessu inni í hópi útlendingar á Facebook sem búsettir eru hérlendis. „Það er athyglivert að sjá hversu mörg störf, þar sem ekki er krafist ákveðinnar kunnáttu, er skyndilega farið fram á fullkomna færni í íslensku. Þetta er ein leið til að segja „þegar við höfum ekki nóg að vinnu í boði þá þurfa útlendingar að víkja.“ Það er ekkert skrítið að útlendingar eru í meirihluta þeirra sem nú lifa á bótum, eittthvað sem fjölmiðlar fjalla um eins og það sé þeirra val,“ segir Christian.

Fjölmargir meðlimir hópsins taka undir orð Christian. Julie er ein þeirra. „Já, nú þarftu að vera reipbrennandi í íslensku til að skræla kartöflur,“ segir Julie.

Íslendingurinn Jóhann kannast líka við vandann því hann ólst sjálfur upp í Bandaríkjunum. „Íslenskan mín er ekki góð og því er ég ekki ráðinn. Ég þarf alltaf að gefa ævisögu mína til að útskýra hvers vegna ég tala ekki betri íslensku og það er alltaf jafn vandræðalegt þegar ég fæ símtalið og þeir átta sig á þessu,“ segir Jóhann.

Alex er ekki sáttur enda sé ansi erfitt að læra tungumálið hér á landi. „Maður fær svo neikvæð viðbrögð. Heilinn á mér slekkur á sér og fær áfallastreituröskun eftir að „Ha?“ hefur verið öskrað á þig í nokkur ár. Heilinn minn þarf jákvæð viðbrögð til að geta lært eitthvað. Í þeim fimm löndum sem ég hef dvalið hef auðveldlega lært tungumálið. Á Íslandi, NEI. Íslendingar láta eins og eitthvað sé að manni þegar maður reynir að tala,“ segir Alex.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -