Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Útlendingastofnun hjólar í RÚV: „Í al­vör­unni vinna eng­ar gribb­ur hjá Út­lend­inga­­stofn­un“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálf Út­lendinga­stofnun hefur sent frá sér texta þar sem stofnunin í raun „svarar“ jóla­daga­tali RÚV um Randalín og Munda; er svarið að finna á heim­síðu stofnunarinnar – sem vill leið­rétta nokkrar meintar rang­færslur.

Sagt er að það „vinni engar gribbur hjá Út­lendinga­stofnun.“

Og meira:

„Það er vel tíma­­sett því aldrei áður hafa jafn marg­ir flúið til Ís­lands eins og árið 2022. Það þýðir að aldrei áður hafa jafn­­mörg börn á Ís­landi átt bekkjar­­syst­kin og ná­granna sem hafa þurft að flýja heima­lönd sín,“ seg­ir á vef Útlendingastofnunarinnar.

Einnig að þetta séu auðvitað skáldaðar per­sónur; en það séu þó klár­lega á­horf­endur sem velta því fyrir sér hvort þætt­irn­ir gætu gerst í raun­ og veru:

„Randa­lín og Mundi eru klár­ir krakk­ar sem spyrja margra skyn­­sam­­legra spurn­inga um flótta­­fólk. Full­orðna fólkið í þátt­un­um á hins veg­ar oft ekki til nein svör við spurn­ing­um þeirra. Fyr­ir þá krakka, for­eldra og kenn­ara, sem eru að velta þess­um spurn­ing­um fyr­ir sér, á­kváðum við hjá Út­lend­inga­­stofn­un að taka sam­an upp­­­lýs­ing­ar í tengsl­um við efni þeirri þátta sem fjalla um mál­efni flótta­­fólks. Við von­um að upp­­­lýs­ing­arn­ar nýt­ist sem grunn­ur að góðum sam­töl­um á að­vent­unni og í fram­tíðinni.“

- Auglýsing -

Í fjórða þætti er for­stjóri Út­lendinga­stofnun í frétta­við­tali; ræðir undir­skriftalista vegna máls Fatimu og dótt­ur henn­ar, sem á að vísa af landi brott:

„For­­stjór­inn í þátt­un­um er svaka­­leg gribba en í al­vör­unni vinna eng­ar gribb­ur hjá Út­lend­inga­­stofn­un. Það þarf því eng­inn að vera hrædd­ur við að mæta í við­töl hjá Út­lend­inga­­stofn­un,“

Út­lendinga­stofnun okkar Íslendinga bendir á að í um­fjöllun sinni um þátt númer 6 að Al­þingi setur lög – Út­lendinga­stofnun fram­fylgir þeim:

- Auglýsing -

„Fatima fékk ekki leyfi til að vera á Ís­landi vegna þess að lög­in segja að til að fá skjól þurf­ir þú að vera í hættu í heima­landi þínu. Hún þarf að fara af því að hún upp­­­fyll­ir ekki regl­urn­ar en ekki af því að fólkið hjá Út­lend­inga­­stofn­un eða ein­hver ann­ar hafi eitt­hvað á móti henni. Það er leiðin­­legt fyr­ir Fatimu að fá ekki að vera á­fram þar sem hana lang­ar til að búa. Lögin um hverjir mega búa á Ís­landi virka á sama hátt. Fatima fékk ekki leyfi til að vera á Ís­landi vegna þess að lögin segja að til að fá skjól þurfir þú að vera í hættu í heima­landi þínu. Hún þarf að fara af því að hún upp­­­fyllir ekki reglurnar en ekki af því að fólkið hjá Út­­lendinga­­stofnun eða ein­hver annar hafi eitt­hvað á móti henni.

Það er leiðin­­legt fyrir Fatimu að fá ekki að vera á­­fram þar sem hana langar til að búa. Það eru ekki allir sam­­mála um hvernig lögin um hverjir megi búa á Ís­landi eigi að vera. Þing­­menn á Al­þingi deila oft um þessi mál. Lögin sem gilda hverju sinni er þær reglur sem fólkið hjá Út­­lendinga­­stofnun þarf að fara eftir þegar það skoðar hver má vera og hvar þarf að fara. Það eru bara þing­­mennirnir á Al­þingi sem geta breytt lögunum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -