Sunnudagur 2. október, 2022
9.8 C
Reykjavik

Útlendingum sagt börnin þeirra séu of lítil fyrir Ísland: „Íslenskir læknar eru ótrúlega lélegir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útlendingar búsettir hérlendis hrópa ekki húrra yfir sérfræðiþekkingu íslenskra lækna. Þeir átti sig meðal annars ekkert á mismunandi erfðaþáttum ungbarna frá ólíkum heimshornum.

Constance nokkur hefur umræðu þessa efnis inni í hópi útlendinga hérlendis á Facebook. Þar lýsir hún reynslu sinni þegar hún var kölluð með ungabarn sitt í höfuðskanna að óþörfu. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kvarta yfir Íslandi. Þegar dóttir mín fæddist var mér þegar tilkynnt að höfuð hennar væri of lítið og að læknarnir hefðu af því áhyggjur því höfuðstærðin ætti að vera meiri. Þá velti ég því ekkert frekar fyrir mér. En síðan vorum við kölluð í frekari höfuðskoðun og send langa leið, fjögurra tíma akstur, í skanna,“ segir Constance og bætir við:

Þá tók við læknaviðtal sem tók þrjár mínútur. Þá kom í ljós að vandamálið er ekki að höfuð sé of lítið. Vandamálið er að íslenska heilbrigðiskerfið tekur ekki með í reikninginn mismun milli þjóða þegar kemur að stærð barna. Við erum bara ekki með íslensku genin.“

Jói er mjög hissa við að heyra frásögnina. „Takk fyrir að deila þessu með okkur. Ég man þegar okkar læknir var að reyna láta okkur hafa áhyggjur af höfuðstærð þyngd barnsins með því að sýna okkur línurit og allskonar. Við seinna barn okkar hættum við að hlusta og bæði börnin okkar eru frábær. Það var alls engin ástæða til að hafa áhyggjur. Sko, Íslendingar eru svo nýorðnir þjóðmenningarsamfélag og við þurfum að gera þeim smá tíma,“ segir Jói.

Libertad virðist líka kannast við þetta. „Svo satt. Mér var sagt að dóttir mín væri fyrir neðan meðallínu íslenskra barna. Og, þar sem ég kem frá S-Ameríku þá hefði sennilega mátt búast við því, ekki satt?,“ spyr Libertad.

Shara nokkur er ekki hrifin af því hvað Constance þurfti að ganga í gegnum. „Þetta er hræðilegt. Þessi óþarfi ótti og áhyggjur sem þú hefur þurft að upplifa. Mér þykir það mjög leitt. Gott hjá þér að deila þessu, svo aðrir foreldrar hafi ekki áhyggjur,“ segir Shara.

- Auglýsing -

Það er Esther ekki heldur. „Úff, hvílík þrautarganga. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta langa ferðalag með litla barnið hafi verið. Allt þetta til einskis og mér þykir leitt að þú hafir orðið fyrir þessu,“ segir Esther.

Sam er þessu sammála. „Mjög athyglisvert og mikilæg frásögn. Allir þeir sem stunda læknavísindi ættu að fá fræðslu um mismunandi genauppbyggingu. Ég held að þetta sé ekki illa meint en samt er þarna verið að hampa hvíta Íslendingnum og veldur ama því fólki sem lítur öðruvísi út vegna rangrar greiningar. Þetta veldur miklu uppnámi,“ segir Sam.

Samuel nokkur virðist ekki hafa mikla trú á íslensku heilbrigðiskerfi. „Þetta er kallað „Þetta reddast“. Íslenskir læknar eru ótrúlega lélegir…illa mentaðir og uppfærðir. Læknamistök eru ótrúlega algeng og þessi atvinnustétt er ótrúlega treg. Velkomin í hið íslenska óbreytta ástand,“ segir Samuel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -