Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Útrásarvíkingur með hreina sakaskrá: „Fagna því að rétt­lætið hafi sigrað að lokum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gamli útrásarvíkingurinn og fyrrverandi bankastjóri Glitnis, nú Íslandsbanki, Bjarni Ármannsson, segir í tilkynningu að „eftir um­fangs­mikinn frétta­flutning af deilum mínum við skatt­yfir­völd og mála­ferlum síðast­liðin tíu ár þætti mér vænt um að fjöl­miðlar kæmu eftir­greindu á fram­færi: Með úr­skurði Hæsta­réttar í gær (nr. 21/2022) var saka­skrá mín loksins hreinsuð.“

Hann bætir við að „dómurinn stað­festi það að mér hefði verið gerð tvö­föld refsing, fyrst í skatta­máli sem gert var upp að fullu og síðan í refsi­máli vegna sömu mis­taka við gerð skatt­fram­tala. Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu úr­skurðaði að sú máls­með­ferð gengi í ber­högg við Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu og hefur Hæsti­réttur nú stað­fest það.“

Bjarni er því kátur:

„Ég fagna þessari niður­stöðu og því að rétt­lætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast um­hugsunar­efni að opin­bera kerfið hafi með öllum til­tækum ráðum eytt meira en ára­tug í af­neitun sinni á hinu aug­ljósa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -