Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Útvarpsstjóri fordæmir „aðför“ Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarpsstjóri og fréttastjóri Ríkisútvarpsins fordæma það sem þau kalla herðferð Samherja gegn mannorði Helga Seljan fréttamanns í myndbandi sem Samherji birtir á Youtube. Helgi er þar sakaður um að hafa falsað skýrslu um verðlagningu karfa og að hafa logið að þjóðinni í Kastljósi fyrir átta árum. Ekki er vísað til höfunda í myndbandinu, sem birt er undir nafni Samherja, en vitað er að Þorbjörn Þórðarson fréttamaður var ráðinn til sérverkefna fyriir Samherja. Mannlíf hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá viðbrögð Þorbjörns sem lætur ekki ná í sig. 

Yfirlýsing Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra er eftirfarandi.,  

„Í Fréttablaðinu í dag er fréttamaður RÚV, Helgi Seljan, borinn þungum sökum. Tilefni fréttarinnar er myndband sem sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur látið útbúa fyrir sig og birt var á Youtube-rás Samherja í dag.

RÚV fordæmir þessa  aðför

Þar eru fréttamaðurinn og RÚV sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljósþáttar árið 2012 og því haldið fram að skýrsla Verðlagsstofu sem umfjöllunin byggðist meðal annars á, hafi aldrei verið til. RÚV hafnar þessu sem röngu.

Það er líklega einsdæmi að stórfyrirtæki leggi í persónulega herferð gegn blaðamanni með áratugareynslu. Þessi grófa árás þjónar þeim eina tilgangi að skaða mannorð fréttamanns RÚV, sem hefur hvorki falsað gögn né „átt við þau“ og trúverðugleika fréttastofunnar.

Kerfisbundin atlaga gegn fréttamiðlum til að verjast gagnrýninni umfjöllun er ekki ný af nálinni en sú aðferð sem Samherji beitir nú gengur mun lengra en þekkst hefur hér á landi. Það er umhugsunarvert.

- Auglýsing -

Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins og hefur kallað yfir sig reiði hagsmunaaðila með vinnu sinni, og nú herferð stórfyrirtækis gegn mannorði hans og æru. RÚV fordæmir þessa  aðför sem gerð er að fréttamanninum með tilhæfulausum ásökunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -