2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Væli úr mér augun, hlæ og fagna“

Leikkonan og uppistandarinn Þuríður Elín Sigurðardóttir eða Ebba Sig eins og hún er kölluð er forfallinn sjónvarpsfíkill og horfir á fjölbreytt efni sem hún viðurkennir að sé misgott. Hún er með uppistand á Kaffi Laugalæk einu sinni í mánuði og er að skrifa sjónvarpsþætti sem heita Næstum fullorðnar.

Leikkonan og uppistandarinn Þuríður Elín Sigurðardóttir.

Nashville (2012-2018)
Þættir sem ég er ekkert mikið að segja fólki frá því að ég horfi á heita Nashville og eru um country-stjörnur í Nashville Tennesse sem ganga í gegnum hæðir og lægðir. Ég hef eytt mörgum kvöldum, já og heilum frídögum í að horfa á þættina vælandi úr mér augun, hlæjandi og fagnandi þegar eitthvert par byrjar loksins að vera saman, á milli þess sem ég finn karaoke-útgáfur af lögunum sem eru samin sérstaklega fyrir þáttinn og syng hástöfum ein heima hjá mér og ímynda mér að ég sé að leika í þáttunum. Ég er alveg miður mín yfir því að þættirnir séu að hætta eftir þessa seríu.

S Club 7 The greatest hits (2003)
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af breskum söngsveitum og byrjaði það allt saman með Spice Girls. En bandið sem náði mér alveg voru S Club 7 sem var band sem byrjaði upp úr 2000. Ég kann hvert einasta lag og gott ef ég kann ekki meirihlutinn af danssporunum þeirra líka. Enn þann dag í dag þegar ég er að gera mig til fyrir djammið hendi ég stundum S club 7 Greatest hits í gang og syng af innlifun með hverju einasta lagi. Ég var líka ofboðslega hrifin af þáttunum þeirra sem voru sýndir á Stöð tvö áður fyrr. Þeir fjölluðu um leið þeirra að heimsfrægð og hef ég leitað lengi af þeim því ég þrái að horfa á alla þættina aftur. Ég bíð spennt eftir reunioni.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is