Vakti heila nótt án þess að loka bókinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, leikhús- og kvikmyndaframleiðandi og meistaranemi við Columbia-háskóla segir að áhrifaríkar bækur séu þær bækur sem ná bæði að víkka út sjóndeildarhringinn og skilja eftir það skýrar myndir í huganum að maður geti heimsótt sögupersónurnar árum og jafnvel áratugum síðar. Hér segir hún lesendum Mannlífs frá þeim bókum sem hafa haft mest áhrif á hana.

Ögraði sjálfri sér ellefu ára
„Þegar ég var ellefu ára vildi ég ögra sjálfri mér og fór á bókasafnið í leit að erfiðustu bók sem ég gæti lesið. Salka Valka eftir Halldór Laxness varð fyrir valinu og virkaði sem tímavél, en ég ferðaðist bæði aftur í tímann með sögunni, og eltist alveg um tíu ár, að eigin mati.“

Sá leikhúsið í nýju ljósi
„Leikhúsfræðibókin sem hefur haft einna mest áhrif á mig er Tóma rýmið eftir leikstjórann Peter Brook. Ég las bókina fyrst tvítug og man hvernig hún fékk mig til að hugsa um leikhús á nýjan hátt. Hugmyndir Brooks um samband leikara og áhorfenda hafa fylgt mér, og fengið mig til þess vinna að sýningum sem endurhugsa þetta samband og bjóða jafnvel áhorfendum að stíga inn í sviðsljósið.“

Illilega blekkt
„Þriðja bókin er Hvítfeld – fjölskyldusaga eftir Kristínu Eiríksdóttur, sem segir frá fyrrum fimleikastjörnunni og verðandi geimfaranum Jennu. Í gegnum rússíbanareið bókarinnar, frá Texas til Reykjavíkur, var ég algjörlega blekkt af aðalpersónunni, sem og höfundinum. Samfélagsgagnrýni bókarinnar er hnífbeitt og beinist að staðalímyndum kvenna, kynbundnu ofbeldi og því hvernig fólk reynir að fegra eigið líf. Öllu er þessu komið til skila í gegnum ótrúlegt tímaflakk og meistaralega spunninn lygavef, sem fær mann til að efast um allt og ekkert, og vaka heila nótt án þess að loka bókinni.“

Mynd / Kári Björn Þorleifsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...