Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Valdimar sár yfir offituumræðu en hefur líka tilefni til að fagna: „Mjög spenntur að verða pabbi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari um fitufordóma sem hann varð fyrir í útvarpsþættinum Zúber á Bylgjunni. Þar var hæðst að útliti hans í beinni útsendingu.

Valdimar segir framkomu þáttastjórnenda þáttarins, Garðars Ólafssonar, Sigvalda Kaldalóns og Sigríðar Hermannsdóttur, hafa verið undarlega. Líkt og Mannlíf greindi frá var þátturinn í kjölfarið tekinn úr loftinu. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar

Sylvía Guðmundsdóttir, systir söngvarans vinsæla Valdimars, sá sig knúna til að vekja athygli á hegðun útvarpskonunnar Siggu Lund. Valdimar á von á barni með unnustu sinni, Önnu Björk Sigurjónsdóttur og kemur drengurinn í heiminn í sumar. Sigga Lund hæddist að útliti parsins í beinni útsendingu. Sylvía segir Siggu hafa hreinlega beitt Valdimar ofbeldi.

Sjá einnig: Systir Valdimars sakar Siggu Lund um að hafa beitt hann ofbeldi í beinni

Þáttastjórnendurnir fengu á sig mikla gagnrýni eftir þáttinn og umræðu um Valdimar Guðmundsson söngvara. Valdimar ræddi atvikið í þættinum Snæbjörn talar við fólk og kom þar líka inn á hið nýja hlutverk sem býður hans. Föðurhlutverkið.

„Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill ræktar þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -