Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
6.1 C
Reykjavik

Valgeir sniðgenginn: „Í mínum huga á orðið heiður ekki heima hér heldur lítilsvirðing“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson er eigi sáttur við að honum sé ekki boðið að taka þátt í heiðurstónleikum fyrir hina goðsagnakenndu hljómsveit Spilverki þjóðanna; hann tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni.

„Heiður eða lítilsvirðing

Kæru vinir Spilverks þjóðanna, þennan tölvupóst ritaði ég í gær sem svar við boði á tónleika í Hörpu nk sunnudag sem Jón Ólafsson stendur fyrir og Dægurflugan annast framkvæmd á.

„Spilverk þjóðanna Heiðurstónleikar“

Sæll Einar, óánægja mín hefur ekki farið framhjá þér varðandi hvernig staðið hefur verið að þessum tónleikum sem þú býður mér á. Ég reikna með að Jón Ólafsson hafi verið hönnuðurinn frekar en þið hjá Móðurfélaginu/ Dægurflugunni. – Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo. Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð. Væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi það horfa öðruvísi við. Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann.“

Valgeir ljǽr máls á því að „tveir af meðlimum Spilverks eiga sér fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum (Diddú einn fyrrverandi virkur meðlimur og einn afkomandi, Ólafur Egilsson) á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn. Mér þykir leitt að þurfa að afþakka boð ykkar þar sem í mínum huga á orðið heiður ekki heima hér heldur lítilsvirðing. Kær kveðja Valgeir Guðjónsson“ ATH. Formáli að þessum pósti er að okkur Sigurði Bjólu ásamt fleirum barst tölvupóstur þann 30 maí sl þar sem okkur var boðið á þessa tónleika sem ákveðið hafði verið að halda án okkar vitundar. Við brugðumst strax við og lýstum yfir óanægju okkur en fátt var þá um svör. Svo er nú það. Myndin er tekin þegar fulltrúi útgáfunnar Alda Music kom með heildarsafn Spilverks á Vynil til afla áritunar höfunda. Það var sko ánægjuleg stund.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -