Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Valgerður biður um hjálp: „Dauðhrædd að barnið myndi deyja fyrir framan okkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Valgerður Kristjánsdóttir biðlar til netverja um aðstoð við að finna barn sem slasaðist illa á vinnustað hennar. Barnið hafði hlaupið í gegnum nýpússaða glugga ísbúðarinnar sem hún vann í með þeim afleiðingum að barnið slasaðist illa og blóð var um alla búð.

Valgerður vonast nú eftir því að finna út um afdrif barnsins en hún fjallar um atburðinn í færslu á Facebook. Það er talsvert langt síðan þetta gerðist. „Mig vantar mikla hjálp frá ykkur ef þið kannist við það sem ég ætla að skrifa um. 1986 fyrir 34 árum síðan vann ég í Ísbúðinni hjá Kjörís á Háaleitisbraut í Reykjavík. Það var gluggi frá lofti og niður í gólf og þessi gluggi varð alltaf að vera stíf pússaður og virkaði á mig sem slysagyldra,“ segir Valgerður og heldur áfram með lýsinguna< „Þegar búið var að pússa gluggan og sólin skein á hann þá var eins og það væri opið út en ekki gluggi. Ég átti alltaf í erfiðleikum með að pússa gluggan úti og skildi hálfan gluggan eftir skítugan til að það sæist að þetta væri gluggi. Einn daginn kom kona með barn með sér til að kaupa ís og bað barnið um að hlaupa út í bíl til afa síns til að fá að vita hvernig ís afinn vildi. ÞANN DAG VAR MARTRÖÐIN. BARNIÐ hljóp í gegnum gluggann og það var 2 falt gler í glugganum.“

Valgerður var í áfalli eftir atburðinn enda varð barnið illa úti þegar glerbrotunum rigndi yfir það. „BARNIÐ var allt skorið og með glerbrot um allt ég var sem betur fer við símann þegar þetta skeði og hringdi strax á Sjúkrabíl og Lögregluna það versta var að við gátum ekkert gert fyrir barnið á meðan við biðum eftir Sjúkrabílnum glerbrotin í barninu voru um allt og fötin öll í glerbrotum það var blóð um allt líka og við öll í áfalli yfir þessu,“ segir Valgerður sem vonast nú til að finna einstaklinginn sem þá var barn í ísbúðinni:

„Ég játa það að ég var dauðhrædd um að barnið myndi deyja fyrir framan okkur. Hvað barnið hét veit ég ekki né heldur hvað það var gamalt. Ég vona að einhver kannist við þetta og geti sagt mér hvernig fór fyrir barninu. Þið megið deila þessu fyrir mig. Ég vil byrja nýtt ár á að fá upplýsingar um þetta barn.“

Mig vantar mikla hjálp frá ykkur ef þið kannist við það sem ég ætla að skrifa um.
1986 fyrir 34 árum síðan vann ég í…

Posted by P Valgerður Kristjánsdóttir on Thursday, December 31, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -