Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Valgerður komin með nóg: „Sættum okkur við að þeim er drull um Íslendingasögur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Doktorsneminn og fyrrum framkvæmdarstjóri Bjartrar framtíðar, Valgerður Björk Pálsdóttir skrifaði færslu á Facebook síðu sinni á dögunum sem vakið hefur mikla athygli.

Þar segist Valgerður ekki enn koma þessari svokölluðu drengjaorðræðu úr hausnum á sér. Á hún þar við umræðuna sem sprottið hefur reglulega upp hér á landi um lélegan lesskilning drengja.

Segir hún að nokkrar vikur fari í að ræða þessi mál og hvaða lausnir séu í sjónmáli. Hvernig best sé að bregðast við hlutfallslega slökum árangri drengja miðað við stúlkna í skólakerfinu. „Ég las heilu opnurnar um þetta fjóra sunnudagsmogga í röð þar sem fræðafólk og aðrir sérfræðingar í skólamálum var tekið í viðtal. Ég man að ég opnaði fjórða og síðasta blaðið og vonaðist eftir því að sjá viðtal við umfjöllunarefnið sjálft – UNGA DRENGI – um hvað þeim þætti sniðugasta lausnin. En nei, ég hef ekki enn séð eitt einasta viðtal við ungt fólk í grunnskólum um hvaða breytingar þau vilja sjá í skólakerfinu (hef séð viðtal við krakkana í Hafnarfirði en þau vöktu sjálf athygli á sér, það var ekki leitað til þeirra),“ skrifar Valgerður.

Hún heldur áfram og segir kynslóðaárekstur miðaldra fólks og ungs fólks hafa verið afar áberandi þegar raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime var gestur þáttarins Vikan með Gísla Marteini og á samskiptum Bassa Maraj, kollega Patreks, við Bjarna Benediktsson og Hannes Hólmstein á Twitter.

„Þarna var gamla kynslóðin að hneykslast yfir því hvað þessir strákar væru heimskir, einfaldir, illa upplýstir og töluðu lélega íslensku. Þeir gætu eflaust verið dæmi um drengi sem „geta ekki lesið sér til gagns“ en gengur samt bara ógeðslega vel í lífinu. Af hverju er verið að krefjast þess að unga fólkið lesi langa texta? Hvenær í þeirra daglega lífi þurfa þau að lesa langa texta? Af hverju er verið að kenna svona mikið af staðreyndum sem þau munu alltaf geta flett upp í símanum sínum? Vitiði hvað þetta unga fólk er fáránlega læst? Þau eru læs á tilfinningar sínar, læs á menningu, læs á tækni og læs á mannréttindi en nei, fáum skoðanir allra miðaldra sérfræðinga landsins sem skilja ekkert í því hver veruleiki þessa fólks er, enda ólust þau ekki upp við að skoða milljón 40 sekúndna TikTok vídeó allan daginn,“ skrifar Valgerður.

Segist hún hafa bugast um daginn þegar hún heyrði hugmynd Þorgríms Þráinssonar, rithöfundar, um að hafa svokallaðar „lestrarömmur“ í skólum. Þar sem eldra fólk kæmi inn í skólana til að lesa fyrir börnin.

- Auglýsing -

„Já einmitt, því ÞAÐ er það sem vekur áhuga ungra drengja á lestri???“ skrifar Valgerður.

Telur hún að það væri mun betri hugmynd að spyrja krakkana hvernig þau vilji læra og mæta þeim þar sem þau eru en ekki reyna að breyta veruleika krakkanna í okkar veruleika.

„Sættum okkur við að þeim er drull um Íslendingasögur og nútíma- og tæknivæðum kennsluhætti. Skoðum hvernig þau verja deginum og spáum hvernig við getum breytt okkar kerfum fyrir þau – ekki þvinga þau til að breyta sér svo að þau passi inn í kerfi sem var hannað af fólki sem skilur ekki þeirra veruleika,“ skrifar hún að lokum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -