Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Vambar smala ekki öðrum dýrum í greni sín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á meðan sérfræðingar áætla að um milljarður dýra hafi drepist vegna gróðureldanna sem geisa í Ástralíu hafa fregnir borist af því að vambar, pokadýr sem eiga heimkynni sín í Ástralíu, hafi smalað ýmsum dýrum af öðrum tegundum ofan í greni sín til að forða þeim frá eldunum.

Myndir af vömbum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið þar sem því er haldið fram að vambar séu að smala dýrum ofan í greni sín til að bjarga þeim. En þetta eru villandi upplýsingar segja sérfræðingar. Dýr af ýmsum tegundum hafa vissulega leitað skjóls og ætis í greni vamba á meðan gróðureldrarnir geisa en þau dýr koma óboðin í greni vamba samkvæmt fréttastofu AFP.

„Vambar deila greinum sínum með öðrum dýrum en ég myndi ekki segja að þeir geri það með glöðu geði, en þeir láta sig hafa það ef hin dýrin valda þeim ekki of miklu ónæði,“ er haft eftir vistræðingnum Michael Swinbourne.

„Vambar eru klárlega ekki að smala öðrum dýrum ofan í greni sín,“ sagði Swinbourne. Hann segir vamba þó vera umburðarlynd dýr sem sjaldan finnist þeim ógnað af öðrum dýrum og þess vegna láti þau sig hafa það þegar önnur dýr koma niður í greni þeirra.

Sjá einnig: Milljarður dýra drepist í eldunum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -