• Orðrómur

Vanda Sig vill verða formaður KSÍ: „Þetta var ekki ein­föld ákörðun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrverandi landsliðskonan og hinn margreyndi þjálfari, Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, ætlar að bjóða sig fram til for­manns KSÍ á næsta ársþingi sam­bands­ins sem fram fer í fe­brú­ar á næsta ári.

Eins og kunnugt er þá lét Guðni Bergs­son af störf­um sem formaður sam­bands­ins í lok ág­úst­mánaðar eft­ir að sam­bandið hafði verið harðlega gagn­rýnt fyr­ir þögg­un og meðvirkni með meint­um gerend­um inn­an sam­bands­ins.

„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til for­manns Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands,“ skrifaði Vanda í face­book-færslu sem hún birti í morg­un.

„Ég hef fengið fjölda áskor­ana frá fjöl­skyldu og vin­um, frá fjöl­breytt­um hópi fólks í sam­fé­lag­inu og úr knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni sjálfri. Ég er mjög þakk­lát fyr­ir þessa hvatn­ingu. Þetta var ekki ein­föld ákörðun en af vand­lega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram.

Mér þykir vænt um þessa hreyf­ingu og hef verið part­ur af henni stór­an hluta ævi minn­ar. Ég tel að ég sé vel til þess fall­inn að leiða þá vinnu sem framund­an er.“.

Vanda á glæsilegan knattspyrnuferil að baki og er þaulreynd­ur þjálf­ari sem lék 37 A-lands­leiki fyr­ir kvenna­landsliðið þar sem hún skoraði eitt mark og þá varð hún níu sinn­um Íslands­meist­ari með Breiðabliki á ferl­in­um.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -