Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vanskilin sögð „hlaðast upp“ hjá WOW

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staða WOW air verður tvísýnni með hverjum deginum og sífellt berast nýjar fréttir af vanskilum hjá fyrirtækinu. Mesta óvissan er þó háð stórum gjalddaga þann 24. mars þar sem félagið þarf að reiða af hendi 150 milljónir króna.

Ekki tókst að ljúka viðræðum á yfirtöku bandaríska félagsins Indigo Partners fyrir febrúarlok eins og vonir stóðu til. Viðræðurnar voru framlengdar um einn mánuð en áður en það var gert hafði Skúli Mogensen, eigandi WOW, haft aftur samband við Icelandair í von um einhvers konar samkomulag. Þar hafði Skúli ekki erindi sem erfiði.

Á sama tíma og óvissa ríkir um hvort af yfirtökunni teiknast upp sífellt dekkri mynd af stöðu WOW. Greint hefur verið frá því að WOW hafi ekki greitt mótframlag í lífeyris- eða séreignarsparnað undanfarna þrjá mánuði og vangreidd lendingargjöld hafa lengi verið til umræðu.

Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir svo frá því að önnur vanskil séu að „hlaðast upp“. Þannig hafi félagið ekki greitt húsaleigu af skrifstofuhúsnæði í Höfðatorgsturninum.

Mesta áhyggjuefnið snýr þó að 150 milljóna króna vaxtagreiðslu af þeim skuldabréfum sem WOW gaf út í fyrra. WOW þarf að greiða upphæðina þann 24. mars og vegna þess að yfirtaka Indigo er í óvissu er samkomulag við eigendur þessara skuldabréfa fallið úr gildi. Í Viðskiptamogganum segir að það sé með öllu óljóst hvort lausafjárstaða WOW geri félaginu kleift að standa í skilum með þá greiðslu.

Stjórnvöld og aðilar í ferðaþjónustu bíða í ofvæni eftir niðurstöðu enda ljóst að gjaldþrot WOW yrði gríðarlegt högg fyrir íslenska ferðaþjónustu sem og þjóðarbúið í heild sinni. Vandræði WOW hafa nú þegar haft áhrif því félagið hefur dregið saman umsvif sín og til að mynda flutti félagið 60 þúsund færri farþega í febrúar en á sama tíma í fyrra. Sætaframboð félagsins dróst saman um 28%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -