• Orðrómur

Var aðeins 5 ára þegar hrottinn gerði árás: Hlægilegur dómur – Nadía stígur fram fyrir dóttur sína

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Mér fannst þetta svo ljótur heimur,“ segir Nadía Rut Reynisdóttir þegar hún rifjar upp kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir aðeins fimm ára gömul. Ofbeldismaðurinn var aðeins dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skelfilegan glæp gegn barn. Nadía segir sögu sína á einlægan hátt og án efa mun þessi sterka kona snerta strengi í hjörtum þeirra sem horfa á viðtalið.

Kynferðisbrotið átti sér stað í tjaldútilegu með fjölskyldunni. Nadía var sofnuð inn í tjaldi þegar brotamaðurinn kom inn og braut á henni kynferðislega. „Ég vakna við þetta og ég bar frýs, horfi upp í loftið og veit ekkert hvað er að gerast,“ sagði Nadía í þættinum Líf dafnar á Stöð 2.

Skjáskot af myndskeiði Stöðvar 2

- Auglýsing -

Fjölskyldan flúði þá þegar tjaldsvæðið og morguninn eftir héldu þau í skýrslutöku hjá lögreglu. „Ég fór beint í þann gír að vilja bara gleyma þessu. En það er bara ekki möguleiki. Það er sama hvað þú reynir, þú færð alltaf þessi atvik sem kveikja minningarnar og þá er ég bara komin aftur í þetta tjald,“ segir Nadía.

Eitt af því sem Nadía hefur tekist á við og vinna úr, er að bera aftur virðingu fyrir líkama sínum en það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem hún segist virkilega hafa áttað sig á brotinu. „Þetta var vont og þetta var sárt  Ég var þá farin að ákveða það að ég ætlaði ekki að eiga börn. Ég var hrædd við að eignast stelpu. Ég opna mig um þetta mál fyrir dóttir mína,“ segir Nadía og beygir af:

- Auglýsing -

„Ég vil að hún viti hvað hún hefur gert fyrir mig. Að eignast hana lokaði þessari vegferð, mér finnst ég ekki þurfa að hugsa um þetta lengur. Þegar ég fékk framtíðina í fangið er auðveldara að gleyma fortíðinni,“ segir Nadía og bætir við að dóttir hennar hafi fært henni einstaka gjöf:

„Hún í rauninni gaf mér mig til baka, líkama minn. Hún gaf mér líkama minn. Núna virði ég líkama minn, því hann gerði svo magnaða hluti á þessari meðgöngu, í þesssari fæðingu.“

- Auglýsing -

Þá segir Nadía á öðrum stað í þessu einstaka viðtali:

Nú þarf ég að reyna að hjálpa henni til að verða fullorðin kona án þessa að lenda í einhverju svona.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -