Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Var hakkaður í spað: „Hi dude, I hacked your Instagram and Facebook, I will give it back for a fee“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jógvan Hansen varð á dögunum fyrir barðinu á aðilum er beittu hann fjárkúgun; áreittu hann.

Jógvan lenti í klóm hakkara nýverið; Facebook-síðu hans ásamt Instagram-síðu, sem var með meira en 10 þúsund fylgjendum, var í raun rænt.

Hakkararnir sögðust vera fulltrúar á vegum Instagram; buðu Jógvan að fá bláa merkið; þekktir og frægir einstaklingar fá umrætt merki til að sýna fram á að þetta sé raunverulega viðkomandi; ekki gerviaðgangur.

Jógvan var nýbúinn að sækja um bláa merkið: Var hann því ánægður með skilaboðin fölsku:

„Ég samþykkti að sjálfsögðu að fá merkið með því að smella á hlekkinn sem að fylgdi póstinum en þá voru þeir búnir að hakka sig inn hjá mér. Á meðan þessu stóð hringdu þeir stanslaust í mig og áreittu, heimtuðu svo að ef ég myndi ekki borga þeim myndu þeir eyða síðunni minni. Ég tek ekki þátt í svona fjárkúgun og að sjálfsögðu kemur ekki til greina að greiði þeim eina einustu krónu,“ segir Jógvan sem í kjölfarið ákvað að stofna nýja Instagram-síðu.

„Þetta kom mér mikið á óvart og hefði mér alls ekki dottið í hug að það væri eitthvað loðið við þetta fyrr en ég fékk skilaboðin:

- Auglýsing -

„Hi dude, I hacked your Instagram, Facebook and Snapchat. I will give it back for a fee. If you block or don’t reply I will delete it.“

Þetta var að sjálfsögðu skellur en ég ákvað að vera rólegur í gegnum þetta og halda áfram með lífið.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -