Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Var niðurlægður og tók eigið líf: „Honum var vísað frá því Hafnarfjarðarbær sagði bara Fokkaðu þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heim­il­is­laus karl­mað­ur á sextugsaldri tók sitt eigið líf í lok maí eft­ir að honum var ítrekað vísað frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík.

Ástæðan fyrir því að manninum var vísað frá, er sú að Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna; þetta kemur fram á Heimildinni.

„Honum var vísað frá því Hafnarfjarðarbær sagði bara Fokkaðu þér. Bróðir minn þurfti að fara þessa leið út af peningum. Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn. Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá,“ segir systir mannsins í samtali við Heimildina.

Á föstudagskvöldið 26. maí síðastliðinn mætti maðurinn í neyðarskýlið við Lindargötu; óskaði eftir gistingu; var vísað frá.

Starfsfólk neyðarskýlisins hafði fengið upplýsingar að tilteknum einstaklingum sem eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísa frá ef þeir kæmu þangað.

Eins og er þá er Reykjavíkurborg eina sveitarfélagið er rekur neyðarskýli fyrir heimilislausa; en þeir einstaklingar sem þurfa gistingu eiga sumir hverjir lögheimili annars staðar.

- Auglýsing -

Þann 1. maí hækkaði gistigjaldið úr 21.000 krónum í 46.000 krónur; 119% hækkun fyrir eina nótt; var ákvörðunin um hækkunina tekin á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 1. febrúar; til að standa undir raunkostnaði við þjónustuna.

Það kemur fram að ókunnugt fólk kom að manninum meðvitundarlausum eftir sjálfsvígstilraun; hringdi á sjúkrabíl.

„Hann komst aldrei aftur til lífs eða meðvitundar. Þegar rannsóknum var lokið kom í ljós að það var engin heilastarfsemi,“ segir systir mannsins.

- Auglýsing -

„Hann var búinn að vera á sjúkrahúsinu í sjö mínútur þegar það var hringt í mig. Ég er skráð sem hans nánasti aðstandandi. Ég er að fara að jarða stóra bróður minn. Börnin hans eru að fara að jarða pabba sinn. Og öllum er bara alveg sama,“ segir systir mannsins.

Hún reyndi að aðstoða bróður sinn við að fá hjálp í kerfinu:

„Fólk hefur spurt mig hvort hann hafi ekki verið búinn að fara í fullt af meðferðum. Jú, hann var búinn að því. Það breytir því ekki að hann þarf samt að sofa einhvers staðar.“

Hún segir það hafa verið mikið áfall fyrir bróður sinn að vera neitað um gistingu í neyðarskýlinu.

„Hann var reiður yfir því, ofboðslega reiður. Honum fannst hann niðurlægður og var mjög sár. Hann upplifði skilningsleysi og vanvirðingu.“

Í frétt Heimildarinnar kemur skýrt fram að starfsfólki gistiskýla finnist þungbært að þurfa að vísa frá fólki í neyð, vegna kröfu frá nágrannasveitarfélögum.

Heimildin leitaði eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ vegna málsins; hvort mögulega hafi verið um mistök að ræða þegar þess var krafist að manninum yrði vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík; engin svör hafa enn borist frá Hafnarfjarðarbæ.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -