2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Var sjómaður í 20 ár

Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi undirbýr nú útgáfu bókarinnar Máttur hjartans með söfnun á Karolina Fund. Bókin er sú þriðja sem hann sendir frá sér undir merkjum máttarins. Við fengum Guðna í stutta yfirheyrslu.

 

Hvar líður þér best? „Í vitund hjartans, þakklátur við skriftir eða að hanna verkfæri sem þjóna mér og skjólstæðingum mínum. Ég nýt þeirra forréttinda að starfa mest heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar eða í Rope Yoga-setrinu í faðmi stórfjölskyldunnar, skjólstæðinga minna og iðkenda.“

Staðreynd um þig sem fáir vita af? „Að hjarta mitt er ekki í takti. Á meðan ég var að skrifa Mátt hjartans uppgötvaði ég að hjarta mitt sló mjög óreglulega. Þetta kom mér verulega á óvart og ég hef verið að vinna í að finna minn samhljóm á ný. Það virðist sem höfuð mitt, gerandinn í lífi mínu hafi náð yfirhöndinni og að verunni, sálinni hafi verið ýtt aðeins til hliðar meðan á þessu verkefni stóð. Vinn með góðu fólki sem er að hjálpa mér að komast í taktinn aftur og finna samhljóm, jafnvægi í minni tilvist.“

Hvert er þitt mesta afrek? „Að fara á fjörur við eiginkonu mína Guðlaugu Pétursdóttir og ná að sannfæra hana um verðleika mína.“

AUGLÝSING


Bakstur eða eldamennska? „Eldamennska fyrst og fremst og allt sem að henni snýr. Ég er fædd uppþvottavél og nýti eldamennskunna til að næra og deila hjarta mínu, og uppvaskið til að þjálfa þakklæti, núvitund.“

Hver var fyrsta vinnan þín? „Sjómennska suður með sjó, nánar tiltekið í Keflavík, heimabæ mínum fyrstu tuttugu árin.“

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það er ekkert leiðinlegt, annaðhvort ert þú leiðinleg frekja í viðnámi eða skemmtileg vera í núinu.“

Hvaða stað á Íslandi langar þig að heimsækja? „Vestfirðir heilla mig mest um þessar mundir. Ég hef komið til Ísafjarðar en hef ekki veitt mér rými til að skoða rómaða náttúrufegurð kjálkans. Ég hugsa til þess dags þegar fjölskyldan dvelur saman og ver góðum stundum í göngur á strendur og fjöll.“

Hvaða þætti horfir þú á? „Á Killing Eve og The Family á Netflix, þegar ég horfi. Ver ekki miklum tíma í að horfa á sjónvarp en nota það sem afþreyingu frekar en fræðslu og þá vel ég yfirleitt spennumyndir.“

Hvaða sögufrægu manneskju myndir þú vilja hitta? „Þær manneskjur sem ég hitti daglega við störf eru þær manneskjur sem ég vil hitta og allir hafa fræga sögu að segja – að eigin mati.“

Um hvað fjallar nýja bókin? „Markmið mitt með Mætti hjartans er að byggja farveg fyrir fólk til að auka heimildina og finna þar hugrekki og áræðni til að lifa til fulls, á sínum forsendum, vera KRAFTA-VERK. Það að sjá kvikna á perunni þegar fólk áttar sig á að enginn er eyland og aðeins með því að þiggja og gefa af sér getur viðkomandi þrifist í lífinu og látið sig skína til fulls, er alltaf ánægjuleg og gefandi niðurstaða sem hvetur mig áfram í minni vinnu. Þess vegna varð Máttur hjartans til því með opið hjarta eru okkur allir vegir færir.“

Hægt er að tryggja sér bókina hér.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is