Varað við svikahröppum vegna WOW

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óprúttnir aðilar reyna á græða á farmiðum flugfélagsins WOW air.

Á vef kortafyrirtækisins Valitor er nú varað við óprúttnum aðilum sem hafa verið að hringja í fólk, sem er að reyna að fá farmiða sína með WOW air endurgreidda. Valitor hefur fengið spurnir af því að hringt hafi verið í fólk í nafni Valitor og beðið um kortaupplýsingar, að sögn til að flýta fyrir endurkröfuferli,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Valitor varar fólk við því að gefa upplýsingarnar þar sem það sé ekki venja hjá fyrirtækinu að hringja í fólk til að falast eftir kortaupplýsingum þess. Þarna séu því að öllum líkindum svikahrappar á ferð.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Vilja klára alla samninga fyrir mánaðarmót

Icelandair vinnur að því að klára samninga við lánardrottna, stjórnvöld og Boeing fyrir næstu mánaðamót. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs...

Ólíklegt að Icelandair verði gjaldþrota

Sérfræðingur í flugrekstri telur litlar líkur á því að flugrekstur Icelandair stöðvist vegna áhrifa COVID-19. „Ríkisstjórnin mun örugglega...