Varar neytendur við ólögmætri innheimtu

Deila

- Auglýsing -

„Gistináttaskattur hefur verið afnuminn tímabundið og má því ekki innheimta,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Segir hann brögð séu að því að þeir sem reki tjaldsvæði innheimti gistináttaskatt en slíkt sé ólöglegt.

Í færslu á vef Neytendasamtakanna segir: „Árvökull félagsmaður Neytendasamtakanna sendi ábendingu um að tjaldsvæði haldi áfram innheimtu gistináttaskatts, þrátt fyrir að skatturinn hafi verið afnuminn tímabundið frá 1. apríl 2020 til loka árs 2021, sem hluti af efnahagspakka stjórnvalda í kjölfar kórónaveirufaraldursins.”

Innheimtan var tilkynnt til eftirlitsdeildar Skattsins.

 

- Advertisement -

Athugasemdir