Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Varaþingmaður yfirgefur VG vegna útlendingafrumvarpsins: „Þessi skref eru afskaplega þung“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel E. Arnarsson ritar færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann tilkynnir úrsögn sína úr VG.

„Í gærkvöldi var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Frumvarp sem fjöldi mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa barist gegn enda skerðir það réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp okkar samfélags; fólk sem leitar að alþjóðlegri vernd.“

Daníel segir að „það er ekki að ástæðulausu að frumvarpið mætti jafnsterkri andstöðu líkt og raun ber vitni. Þegar ég bauð mig fram í prófkjöri VG 2021 þá var eitt af mínum áherslumálum meiri mannúð þegar kemur að þessum hópi. Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur.“

Hann bætir þessu við:

„Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna kaus með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna.“

Daníel segir að endingu að „ég hef unnið með VG í 17 ár, lengur en hálfa ævi. Ég horfi ekki bara á VG sem stjórnmálahreyfingu heldur er fólkið í VG fjölskyldan mín, fólk sem ól mig upp. Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.

- Auglýsing -

Að lokum. Ég átta mig á að ég er lýðræðislega kjörinn varaþingmaður hreyfingarinnar. Ef ég verð kallaður inn á þing þá mun ég ekki taka sæti heldur vísa áfram á næstu manneskju á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -