Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Varð fyrir kynferðisáreiti á áttræðisaldri: „Hann fór inn í eldhús, reyndi að kyssa mig og faðma’’

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann var hálfgerður yfirmaður minn á þessum tíma, þessi maður. Ég sá um matinn og hann fór að koma inn í eldhús, reyndi að kyssa mig og faðma,’’ segir Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir, 75 ára gömul kona, í samtali við Fréttablaðið. Þar segir Guðbjörg að kynbundin áreitni spyrji ekki um aldur og lýsir hún upplifun sinni þegar hún starfaði hjá Hafnarfjarðarbæ árið 2015 til 2019.

Guðbjörg segir manninn hafa sent henni mikið magn óumbeðinna typpamynda sem hafi ollið henni vanlíðan. Hafnarfjarðarbær lét vinna skýrslu um málið eftir að það kom upp en þar kemur fram að maðurinn hafi verið giftur á þessum tíma. Guðbjörg segist ekki hafa vitað af því og þrátt fyrir það hafi hann náð að taka upp kynferðislegt samband við hana. „Maður gat sloppið fyrst en hann varð svo ágengari, reyndi að sitja um mig og náði mér svo á sitt band. Hann náði tökum á mér, hann vissi alltaf hvaða takka hann ætti að ýta á.“

Guðbjörg segist að lokum hafa leitað til Stígamóta og í kjölfarið klagað manninn. „Þá tók þáverandi bæjarlögmaður skýrslu. Hún sagðist ætla að vinna málið áfram, en gerði það ekki. Þá kærði ég málið til lögreglu,“ segir Guðbjörg en málið var fellt niður hjá lögreglu. Hún segir bæinn hafi gripið til ráðstafana sem urðu til þess að hún missti vinnuna. „Ég stíg fram vegna þess að ég held að margar konur verði að heyra rödd mína. Það verða aldrei úrbætur hvað varðar kynbundið ofbeldi fyrr en atvinnurekendur taka alvarlega á svona málum,’’ segir Guðbjörg að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -