Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni tilkynning um líkamsárás á bar. Maðurinn sagðist vera með brákaða tönn eftir að hafa verið sleginn í andlit. Gerandinn sagðist hafa slegið manninn einu sinni. Þá sagðist gerandinn hafa slegið manninn vega þess hann hafi endurtekið þurft að hlusta á kynþáttarfordóma í sinn garð.
Þá bars lögreglunni tilkynning um þjófnað á hótelherbergi. Herbergið átti að vera læst en var leikjatölvu og fjarstýringum stolið.
Skömmu eftir níu í gærkvöldi var bíl ekið á ljósastaur við Gullinbrú. Ökumaður bílsins stöðvaði ekki heldur ók af vettvangi eftir áreksturinn. Skömmu síðar hafði lögregla upp á ökumanninum sem reyndist vera ung kona. Þá liggur grunur á að konan hafi ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Konan var flutt á Bráðadeild og þaðan í fangageymslu lögreglunnar. Lögreglan rannsakar málið.
Í Kópavogi kom lögregla á vettvang umferðaslyss en tilkynningin barst klukkan tvö í nótt. Þá lá ung kona á götunni eftir að hafa dottið af Vespu. Ökumaður Vespunnar og Vespan voru hvergi sjáanleg og vildi konan engar frekari upplýsingar gefa lögreglu.
Þá var hún flutt til aðhlynningar á Slysadeild.
Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna