Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Varnarlaus gagnvart peningaþvætti árum saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland er í kappi við tímann að sýna alþjóðlegum samtökum að landið sinni almennilegu eftirliti gagnvart peningaþvætti, eftir að hafa fengið falleinkunn í úttekt í fyrra. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni.

 

Fjármálaeftirlitið gerði úttektir á íslenskum bönkum árið 2007 þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd eftirlits með þvætti. Þeim var ekki fylgt eftir „vegna starfsmannaskorts og sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.“

Kjarninn fékk afhentar skýrslur um úttektir Fjármálaeftirlitsins frá þessum árum að hluta. Auk þess aflaði hann sér frekari gagna um úttektirnar, meðal annars sumar þeirra blaðsíðna sem eftirlitið vildi ekki láta af hendi.

Í drögum að niðurstöðu vegna úttektar á einum bankanum, Glitni, kemur fram að hann hlaut algjöra falleinkunn fyrir varnir sínar gegn peningaþvætti. Þar sagði enn fremur að það væri „mat Fjármálaeftirlitsins að slík niðurstaða sé ekki ásættanleg fyrir alþjóðlegan viðskiptabanka á við Glitni.“

Næsta rúma áratuginn var lítið gert til að stemma stigu við mögulegu peningaþvætti. Möguleikarnir til þess að stunda það urðu reyndar þrengri með tilkomu fjármagnshafta, en voru þó til staðar, meðal annars vegna leiða sem boðið var upp á til að ferja fjármagn inn og út úr þeim höftum.

Í apríl 2018 fékk Ísland svo gula spjaldið frá Financial Action Task Force (FATF), samtökum sem hafa lengi haft það hlutverk að móta aðgerðir til að hindra að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð.

- Auglýsing -

Annað hvort myndi landið bæta sig í vörnum gegn peningaþvætti eða það ætti á hættu á að lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Síðan þá hefur verið samþykkt ný löggjöf, búið er að mynda stýrihóp til að takast á við vandann og aukið fjármagn hefur verið sett í málaflokkinn. Í júní næstkomandi mun koma í ljós hvort að nóg hafi verið að gert, þegar eftirfylgniskýrslu verður skilað til FATF.

Ítarleg fréttaskýring um málið er aðgengileg á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -