Vaxandi áhyggjur af hatursorðræðu í Evrópu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn segir að Evrópulögreglan hafi í vaxandi mæli greint uppgang hatursorðræðu, sambærilegu við það sem alríkislögreglan FBI segir í sinni skýrslu. Samfélagsmiðlarnir eru þar miðpunkturinn í því að dreifa áróðrinum.

„Evrópulögreglan sér fram á að umræður á samfélagsmiðlum muni í vaxandi mæli einkennast af gífuryrðum og hatursorðræðu. Vakin er athygli á að í sumum aðildarríkjum ESB hafi þess orðið vart að borgarar hafi myndað eftirlitshópa sem fara um götur og hverfi. Stjórnvöld í Finnlandi hafi upplýst að í sumum bæjum haldi „Finnska andspyrnuhreyfingin“ uppi slíku eftirliti og segja hana vera hluta af „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ en svo nefnast samtök skandinavískra þjóðernissósíalista sem starfræki deildir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar.

Evrópulögreglan segir að ógnin geti lýst sér í ofbeldisverkum einstaklinga og hópa og nefnir að í framtíðinni kunni líkamsárásum, íkveikjum og alvarlegri verknuðum, þ.m.t. morðum að fjölga. Enn fremur kunni einstaklingar, stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar og mannréttindasamtök sem andmæla málflutningi öfgahópa að verða fórnarlömb hatursáróðurs og hvatningar til ofbeldisverka. Nokkur nýleg dæmi þess sem Evrópulögreglan gerir að umtalsefni í skýrslu sinni eru þekkt. Í janúar 2017 gekkst þýska lögreglan fyrir viðamiklum aðgerðum í nokkrum sambandslöndum sem beindust gegn hægri-öfgasamtökum sem kalla sig „Reichsbürger“. Að sögn lögreglunnar höfðu samtökin skipulagt árásir gegn gyðingum, hælisleitendum og lögreglu. Kveikt hefur verið í dvalarstöðum hælisleitenda í nokkrum ríkjum ESB,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Í henni segir jafnframt að samvinna lögreglu milli landa sé lykilatriði í þeirri vinnu að greina ógnir vegna hatursglæpa og hryðjuverkaógnar. Þar megi gera betur.

Árásin á Nýja-Sjálandi – friðsælu litlu landi sem var ólíklegur vettvangur hryðjuverkaárásar – er dæmi um það, að ekkert land getur litið svo á að það sé laust við hryðjuverkaógn í nútímasamfélagi. Samfélagsmiðlarnir hafa leitt til þess að auðvelt er að finna þá sem veikir eru fyrir því að falla fyrir hatursáróðri og ráðast gegn saklausum borgurum.

„Hvað mögulegar framtíðarógnir varðar kann nýting tölvutækni að vera sérstakur hvati fyrir hryðjuverkasamtök þar sem hún getur gefið færi á atlögu úr fjarlægð og þar með minnkað áhættu. Evrópulögreglan vekur athygli á þeim möguleika að tölvutækni kunni að gegna mikilvægu hlutverki í hryðjuverkaárásum framtíðarinnar. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá marsmánuði 2016 er ítarlega fjallað um net- og tölvuglæpi, helstu ógnir á því sviði og mikilvæga innviði. Tækniþróun vekur upp ýmsar spurningar og jafnvel áskoranir á sviði öryggismála. Drónar og önnur sjálf- eða fjarstýrð tæki skapa möguleika á nýjum tegundum árása. Þetta á t.a.m. við um sjálfstýrðar/-keyrandi bifreiðar og telja sérfræðingar sumir hverjir að vestræn samfélög þurfi að vera undir það búin að hryðjuverkamenn færi sér þessa nýju tækni í nyt,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Mynd: Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar sem átt hefur sér stað þar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Bókin um Trump rýkur út

Bók Mary Trump um föðurbróður hennar, Donald Trump bandaríkjaforseta, rýkur út. 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi...