Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Veðurfræðingur gefur lítið fyrir snjótíst norðanbúa: „Nú er kominn 18. júní“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur segir skúraleiðingar og vætu ríkja víða um land í dag, föstudag. Svalt verði áfram yfir helgina með rísandi hita á sunnudag. Hiti verður á bilinu 7 til 10 stig víðast hvar en svalast verður nyrst á landinu. „Já, morgundagurinn verður nokkuð svalur,“ segir Haraldur um laugardaginn en vindlaust verði á Suðurlandi. „Þó munar litlu á milli landshluta.“

Þá vildi veðurfræðingurinn lítt kannast við snjókomu á norðurhluta landsins og sagði 3 – 5 stiga hafa ríkt á Akureyri í nótt. „Það snjóaði ekki á Akureyri í nótt. Hins vegar var enn kaldara fyrir norðan fyrir fáeinum dögum síðan og grámaði á morgnana og víða á heiðum og fjöllum. En það er nú vonandi úr sögunni.“

Sólarþyrstir tístu um snjókomu í höfuðborg norðursins nú í þessari viku og sagði Halldóra Birta þannig frá hráslagalegu útsýni fyrir norðan á Twitter þann 16. júní sl. og deilir Kjartan Sverrisson í svari sínu ljósmynd frá Vopnafirði þar sem fönn fellur til jarðar. Haraldur veðurfræðingur segir hlýrra orðið og að ekki sé von á hreti í júní. „Nú er kominn 18. júní,“ svaraði hann fyrirspurn blaðamanns þegar tístin voru borin undir sérfræðinga Veðurstofu nú í morgun. „Þessi vika var ansi köld og þessum kulda verður ekki spáð á næstunni.“

 

Hverju megum við reikna með í júlí mánuði? Haraldur veðurfræðingur segir Veðurstofuna gera vikuspá og lítið að marka lengri framtíðarhorfur í veðurmálum. Er von á hlýrra veðri og geta Íslendingar lagt lopapeysuna frá sér á næstunni? „Þetta er að fikrast upp á við. Það verður væntalega hlýrra í næstu viku. Enda hlýtur að koma sumar fyrr eða síðar hjá okkur hér á landi, næsta vika lítur alveg þokkalega út. Helgin er bara svona, það má reikna með skúrum víða og vætu um allt land á morgun, eitthvað eimir þó eftir af skúrum á sunnudag en það verður voða lítið eftir af þeim.“

- Auglýsing -

Vill veðurfræðingur með þeim orðum meina að hægt verði að líta til sólar í næstu viku? „Jah, það á nú reyndar að ganga lægð yfir landið á mánudag og þriðjudag og þá verður ekki mikil sól í kortunum en það lítur betur út þegar líða tekur á næstu viku.“

Helgarspá Veðurstofu má lesa HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -