Vefverslun Nettó dýrari en Heimkaup – VERÐKÖNNUN – Allt að 28 prósent verðmunur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í verðkönnun Mannlífs á tveimur vefverslunum með matvörur, Heimkaup og Nettó, kom í ljós að á átta vörum var talsverður munur eða frá 9 upp í 28,4 prósent. Af þessum átta vörum átti Nettó í tveimur tilfellum lægsta verðið en Heimkaup í sex tilfellum. Mesti munur var á Hatting pítubrauðum 28,4 prósent.

Vefverslanir – Heimkaup og Nettó

Nú þegar fjórða bylgjan af Covid-19 herjar á okkur hér á landi fer fólk að panta í auknum mæli matvæli á netinu. Mannlíf ákvað því að gera verðkönnun hjá tveimur vefverslunum sem bjóða upp á matvörur. Bornar voru saman 22 matvörutegundir  hjá vefverslunum , Heimkaup  og Nettó. Átta vörutegundir voru erlendar og 14 íslenskar.

 Niðurstaða

Heimkaup var með lægra verð í 10 tilfellum af 22. Vörurnar voru frá 0,5  til 28,4 prósent dýrari hjá Nettó en Heimkaup. Nettó var einnig með lægra verð í 10 tilfellum af 22. Vörurnar voru frá 0,1 til 22,3 prósent dýrari hjá Heimkaup. Tvær vörur eru á sama verði hjá báðum aðilum. Töluverður munur var á tíu vörutegundum, 6,1 upp í 28,4 prósent. Í átta af þessum tíu tilfellum var Nettó með dýrari vöruna en Heimkaup í tveimur af tíu. Tíu vörutegundir voru með 0,1 upp í 4,5 prósent mun. Nettó átti á því bili átta vörur á lægra verði en Heimkaup átti tvær vörur á lægra verði.

 Mest munaði í verði á  eftirfarandi vörum

Hatting pítubrauð 6stk, 28,4 prósent (lægra verð hjá Heimkaup)

Stellu rúgbrauð, 22,3 prósent ( lægra verð hjá Nettó)

Bananar , 17 prósent (lægra verð hjá Heimkaup)

Íslensk gúrka, 17,1 prósent (lægra verð hjá Heimkaup)

Pink lady epli 4 í pakka, 14,3 prósent (lægra verð hjá Nettó)

Oatly haframjólk, 14,4 prósent (lægra verð hjá Heimkaup)

Bertolli viðbit 500gr, 9,2 prósent (lægra verð hjá Heimkaup)

 

Tafla með öllum upplýsingum. Verð tekin af síðum Nettó og Heimkaup, 28.mars kl 10:00.

Verð tekin af síðum Heimkaup og Nettó 28.mars

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -