Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Veiðir kanínur í Elliðaárdal og er með 18 stykki heima hjá sér – „Kanínurnar eru mjög hræddar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alls hafa 62 kanínur eignast tímabundið skjól vegna tilraunaverkefnis á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Greint var frá verkefninu á vef Reyjavíkurborgar en kanínurnar voru veiddar í Elliðaárdalnum þar sem þær hafa fjölgað sér hratt þrátt fyrir slæmar aðstæður. Gréta Sóley Sigurðardóttir, verkefnastjóri og sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands og Villikanínum segir kanínurnar deyja ungar í dalnum.

„Elsta kanínan sem við höfum getað fylgst með í dalnum varð tveggja ára, á meðan meðalaldur kanína sem fæðast og lifa inni eru 12-14 ár. Þær lifa ekki góðu lífi í Elliðaárdalnum og fólk sér ekki ljótu hliðarnar á þessu þegar það kíkir á þessi krúttlegu dýr. Þær eru í mikilli hættu í Elliðaárdalnum og því ákváðum við að hefja þetta tilraunaverkefni þar. Þarna eru umferðargötur svo kanínurnar verða oft fyrir bílum auk þess sem þær flækjast út á hjólastíga sem skapar hættu fyrir þær og ekki síður hjólreiðafólk. Svo eru ekki allir dýravinir og við höfum til dæmis haft afskipti af því þegar börnum er leyft að hlaupa á eftir dýrunum eða þau eru rifin upp fyrir myndatökur. Kanínurnar eru mjög hræddar og alltaf á varðbergi þarna niðurfrá.“

Kanínurnar í dalnum hafa ekki farið framhjá neinum sem eiga þar leið um. Þá hefur umræða einnig skapast á hvefa-síðum á Facebook þar sem fólk hefur látið í ljós áhyggjur sínar yfir gróðri á svæðinu. Ljóst er að breyting verður á dalnum með þessu verkefni en um 25 sjálfboðaliðar taka þátt. Af þeim 62 kanínum sem hafa þegar verið veiddar segir Gréta að nokkrar séu heimiliskanínur. Kanínurnar þekkir Gréta allar með nafni og fósrar hún nú 18 kanínur heima hjá sér og hvetur hún fólk til þess að taka að sér kanínur hafi það áhuga fyrir því. „Ég bjóst aldrei við að verða kanínumanneskja og hélt að þetta væru leiðinleg og persónuleikalaus dýr en þær eru stórskemmtilegar.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef Dýrahjálpar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -