Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Veit einhver hvaða kvikindi þetta er?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Veit einhver hvað þetta kvikindi er? Það er eins og með sogskálum á báðum endum (þetta er allavega ekki steinsuga),“ skrifar Tómas nokkur inn í hóp Sjómanna á Íslandi á Facebook. Með birtir hann myndir af einhverju sem líkist helst gulleitum ormi.

Umrætt „kvikindi“.

Ekki eru menn sammála um hvað hér sé á ferð, margir vilja meina að þetta sé í raun steinsuga á meðan aðrir segjast handvissir um að svo sé ekki.

„Þetta er langt frá því að vera fiskurinn steinsuga en ég hef fengið nokkrar þannig og haldið á lífi. Þetta er hryggleysingi,“ skrifar Guðmundur og Hjalti svarar: „Nákvæmlega og hún er ekki með sogskálar á báðum endum eins og þessi.“

„Það er rétt, steinsugan er mun stærri með sporð líkt áli, augu og röð opa fyrir aftan haus sem hún notar við öndun,“ segir þá Guðmundur og greinilegt að þessir tveir vita hvað þeir eru að tala um.

Vill einn meina að þetta sé einhverskonar vansköpun.

En segja aðrir að svo sé ekki, þeir hafi margoft rekist á þetta fyrirbæri.

- Auglýsing -

„Ég hélt einu sinni lífi í svona kvikindi í tvær vikur. Við vorum á rækjuveiðum við Ísland. Tók þetta lifandi með mér í land og kallarnir á bryggjunni sögðu þetta vera steinsugu, veit ekki meir, segir Stefán nokkur.“

Ráðgátan er enn óleyst og er Tómas því litlu nær hvaða lífvera þetta er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -