Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Vekur athygli að íbúar landsbyggða horfa meira á þætti Gísla Marteins en íbúar höfuðborgarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri sem og varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar færslu á Facebook-síðu sinni í dag og segir meðal annars þetta um áhorfskönnun hjá RÚV:

„Það er dálítið áhugavert að sjá ítrekað mjög neikvæða umræðu um RÚV og þá sérstaklega á landsbyggðunum. Þó svo að traust til fréttastofu RÚV sé mjög mikið, þá er traustið mælanlega minna hjá íbúum landsbyggðanna en höfuðborgarinnar, þó svo að munurinn sé reyndar ekki mikill miðað við könnun frá því í fyrra.“

Bætir við:

„Þrátt fyrir neikvæða umræðu í garð RÚV á landsbyggðunum þá horfa íbúar landsbyggðanna meira á RÚV en íbúar höfuðborgarinnar og hlusta töluvert meira á Rás 2 en íbúar höfuðborgarinnar.“

Hún bendir á þversögn:

- Auglýsing -

„Þegar vinsælir þættir í sjónvarpi eru skoðaðir, þá eru nákvæmlega sömu þættir vinsælir í höfuðborginni og á landsbyggðunum, þar sem Landinn er vinsælastur. Þá vekur auðvitað sérstaka athygli að íbúar landsbyggðanna horfa meira á þætti Gísla Marteins en íbúar höfuðborgarinnar. Hvað ætli geti skýrt þetta sem a.m.k. við fyrstu sýn hljómar eins og þversögn?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -