- Auglýsing -
Frá því er greint á vef Hagstofunnar að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39% á milli mánaða; mælist nú verðbólga á ársgrundvelli 10,2%.
Einnig að vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9% á ársgrundvelli; verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,9% frá því í janúar.
Þá hækkaði verð á fötum sem og skóm um 6,8% – verð á húsgögnum, húsbúnaði og ýmsu fleiru hækkaði um 8,7%.
Er þetta í fyrsta sinn síðan í september 2009 sem verðbólga fer yfir 10 prósent; á þeim tíma þá mældist verðbólgan 10,8 prósent; var þá á niðurleið eftir hrunið.