Fimmtudagur 7. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Verðbólga áfram há

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagstofan spáir að verðbólgan verði áfram frekar há á næstu misserum; að meðaltali 5,6% á næsta ári.

Kemur fram að ársverðbólga í ár verði um 8% – og útlit fyrir nokkuð hóflega hjöðnun samhliða hjöðnun verðbólgu á alþjóðamælikvarða, og að verðlækkunarhrinan á húsnæðismarkaði sé liðin hjá.

Í það heila er Þetta nokkuð bjartsýnna en spár hagdeildar Landsbankans undanfarna mánuði; spáð hefur verið 6,5% meðalverðbólgu árið 2023.

Virðast greinendur þó sammála um að hámarki verðbólgu hafi verið náð síðastliðið sumar.

Verðbólgan fór hæst í 9,9% í júlí; stendur nú í 9,4%.

Ljóst er að einkaneysla hefur aukist frekar hratt í ár, og er áætlaður vöxtur á árinu 7,6%.

- Auglýsing -

Gerir Hagstofan ráð fyrir að hægi á verðbólgu á næsta ári; hún vaxi aðeins um 1,5%.

Því spáð að samneysla – útgjöld hins opinbera til kaupa á vöru og þjónustu – aukist um 1,5-1,8% á árinu; muni síðan aukast um 1% á ári, árin 2023-2025.

Dregið hefur úr atvinnuleysi og fólki á vinnufærum aldri hefur fjölgað; engu að síður hefur kaupmáttur dregist saman á árinu sökum mikillar verðbólgu; launavísitalan hefur hækkað um 8% síðasta árið; litlu minna en verðbólgan.

- Auglýsing -

Það er því útlit fyrir að raunlaun muni dragast saman um 0,4% á árinu og þetta er í fyrsta sinn í 12 tólf ár sem það gerist.

Lítilli kaupmáttaraukningu er spáð á næsta ári; eða 0,3%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -