Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Verðhækkanir á versta tíma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðbólgudraugurinn er vaknaður og ástæðan er meðal annars sú, að flugfargjöld hafa hækkað hratt að undanförnu. Í síðustu verðbólgumælingum var hækkunin á flugfargjöldum um 20 prósent, og fór verðbólgan úr 2,9 prósent í 3,3 prósent.

 

Greinendur á markaði nefndu flugfargjöldin sérstaklega sem áhættuþátt, fyrir komandi verðbólguhorfur á markaði.

Þessar hækkanir eru ekki óvæntar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur ítrekað minnst á það að undanförnu, bæði ítarlega í ræðu á ársfundi og eins í styttri viðtölum, að ósjálfbærni í verðlagningu flugfargjalda gangi ekki til lengdar, og stórskaði ferðaþjónustuna.

Óhætt er að segja að WOW air hafi boðið lág flugfargjöld, og nú er orðið augljóst að félagið var komið í vanda – einkum á síðasta eina og hálfa árinu í rekstri félagsins – löngu áður en félagið varð gjaldþrota.

Neytendur finna fyrir þessu – ekki bara falli félagsins, heldur versnandi rekstrarhorfum í fluginu almennt – með hærri flugfargjöldum. Icelandair hefur líka verið í miklum vanda, og tapaði 13,5 milljörðum króna á sex mánaða tímabili, frá lokum síðasta árs og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Það eru 75 milljónir á hverjum degi á fyrrnefndu tímabili.

Krefjandi tímar verða líklega áfram í flugiðnaðinum íslenska, og ekki ólíklegt að spilaður verði varnarleikur frekar en sóknarleikur næstu misseri. Icelandair fékk inn nýjan hluthafa, bandaríska félagið PAR Capital, sem á nú orðið rúmlega 12 prósent í Icelandair. Samkvæmt viðmælendum Kjarnans, sem þekkja vel til rekstrar Icelandair og flugrekstrar, þá er þessi innkoma afar mikilvæg á þessum tímapunkti í sögu félagsins. Félagið er með eignasafn sem er tengt Boeing, óbeint og beint, og er meðal stærstu hluthafa Southwest, Delta, Expedia, Trip Advisor og Booking, svo nefndir séu nokkrir risar í ferðaþjónustu á heimsvísu. Með þennan hluthafa geti félagið skapað trúverðugleika gagnvart alþjóðlegum flugiðnaði, og jafnvel skapað sér betri samningsstöðu í endurskipulagningu á flota félagsins, hvaða leið sem farin verður í því.

- Auglýsing -

Augljóst er þó, að það getur komið til þess að frekari hlutafjáraukningu muni þurfa til, ef það dregst á langinn að Max-vélarnar verði kyrrsettar. Það segir sína sögu um hversu erfitt umhverfið er þessi misserin, að eiginfjárhlutfall Icelandair lækkaði úr 32 prósent um áramót niður í 23 prósent þremur mánuðum síðar, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Engu að síður er fjárhagsstaðan sterk, á flesta mælikvarða. Eigið fé félagsins var 425 milljónir Bandaríkjadala í lok mars, eða sem nemur um 52 milljörðum króna. Markaðsvirði félagsins hefur sveiflast nokkuð á undanförnum mánuðum, á milli 40 og 50 milljarða.

Hægt er að lesa ítarlega fréttaskýringu um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Texti / Magnús Halldórsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -