• Orðrómur

Gífurlegur verðmunur á alþrifi og bóni – VERÐKÖNNUN – Allt að 132 prósenta munur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allt að 132 prósenta verðmun er að finna á verði á alþrifum og bóni. Þetta kom í ljós í verðkönnun Mannlífs þar sem verð á 12 stöðvum var kannað. Munurinn reyndist vera á bilinu 67 til 132 prósent.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á alþrifum og bóni fyrir bifreiðar. Skoðuð voru verð á 12 stöðum sem bjóða upp á þjónustuna. 10 stöðvanna eru á höfuðborgarsvæðinu, ein í Keflavík og ein á Akureyri. Upplýsingar voru fengnar að mestu leyti á vefsíðum fyrirtækjanna en þar sem upplýsinga naut ekki við á netinu, var hringt. Þjónustan var mjög svipuð og í flestum tilfellum nákvæmlega eins. Uppgefinn tími sem tekur að framkvæma alþrif og bóna var svipaður. Ekki er innifalið í verðunum að bifreiðin sé sótt og henni skilað. Ein stöð tók fram að auka 1000 krónur væru teknar fyrir mjög skítuga bíla, það var Bílaspa.

Niðurstöður

- Auglýsing -

Í flokknum litlir fólksbílar var Buddy bíladekur í Keflavík með lægsta verðið en Bíladekur með það hæsta. Munurinn á verðinu var 67 prósent.

Í flokknum stórir fólksbílar voru tvær stöðvar með lægstu verðin, Buddy bíladekur og Massabón. Hæsta verðið reyndist vera hjá Detail Reykjavík. Munurinn á verðinu var 70 prósent.

Í flokknum jepplingar var Höfðabón með lægsta verðið en Detail Reykjavík með það hæsta. Munurinn á verðinu var 92 prósent.

- Auglýsing -

Í flokknum jeppar var Höfðabón með lægsta verðið en Detail Reykjavík með það hæsta. Munurinn á verðinu var 132 prósent.

 

Öll verð má sjá hér að neðan.

- Auglýsing -

 

 

 

StaðurLítill fólksbíllStór fólksbíllJepplingurJeppi
Dlux bón16990179901999020990
OK bón18000180002000023000
Bíladekur19900199001990024900
Aðalbón15900169001890022900
Höfðabón12000130001400015500
Smartwax17500195002220025000
Bílaspa13000140001500017500
Bón og þvottur hjá Jobba16000170001900022000
Massabón12900129001490016900
Detail Reykjavík18900219002690035900
Buddy bíladekur Keflavík11900129001490017900
Bónstöðin Akureyri17400199002290026900

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -