• Orðrómur

VERÐKÖNNUN – Gríðarlegur munur á garðsláttarþjónustu – 229 prósent munur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mannlíf kannaði verð á garðsláttarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í ljós kom að 229 prósent munur er á verði á stökum slætti. Munurinn á slætti í áskrift var 184 prósent.

 

Í verðkönnun vikunnar athugaði Mannlíf verð á garðslætti. Haft var samband símleiðis og með tölvupósti. Forsendurnar sem gefnar voru upp voru eftirfarandi: 50 fm slétt grasflöt í Mosfellsbæ með góðu aðgengi og tveggja vikna grasvexti.

- Auglýsing -

 

Undarlegt

Það sem var mjög óvenjulegt var að mjög erfitt reyndist að fá upplýsingar um verð fyrir þessa þjónustu og í sumum tilfellum ómögulegt. Fyrirtækjum var gefinn mjög rúmur tími til þess að svara. Gefin voru upp röng tölvupóstföng í tveimur tilfellum þegar Mannlíf hafði samband símleiðis og ekki svarað þegar búið var að hafa upp á réttum póstföngum.

- Auglýsing -

Í þeim tilfellum var um að ræða fyrirtækin Hellur.is og Betri Garðar. Eftirfarandi fyrirtæki svöruðu heldur ekki þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir : Lóðalausnir og Lóðasláttur. Það verður að teljast í hæsta máta undarlegt að fyrirtæki skuli leggjast svo lágt eins og sum þeirra gerðu, til þess að þurfa ekki að gefa upplýsingar um verð hjá sér.

 

 

- Auglýsing -

Forsendur

Reynt var að hafa forsendurnar mjög einfaldar svo auðveldara væri að svara könnuninni. Vert er að taka fram að ýmislegt getur spilað inn í verð á slíkri þjónustu. Til dæmis staðsetning, ástand grassins, aðgengi og margt fleira. Yfirleitt koma þeir sem bjóða upp á þjónustuna og taka út einstök verk og skoða þá allar forsendur áður en tilboð er gert í verkið. Eins og með alla aðra þjónustu getur verið munur á gæðum og kunnáttu. Mannlíf bendir á að verðin í könnuninni eru einungis til þess að varpa ljósi á verðmun en ekki bindandi tilboð fyrir þau fyrirtæki sem svöruðu. Staðsetning getur líka skipt máli í verðinu.

 

 Niðurstaða

Lægsta verðið reyndist vera hjá Sláttuverk, bæði stakt skipti og í áskrift. Hæsta verðið fyrir stakt skipti reyndist vera hjá Garðlist en hæsta verð í áskrift hjá Garðaþjónustu Íslands. Munur á stökum slætti reyndist vera 229 prósent og munur á slætti í áskrift 184 prósent. Það er því ljóst að gríðarlegur munur er á þessarri þjónustu og fólk ætti alltaf að gera verðsamanburð.

 

Vert er að vekja athygli neytenda á því að hægt er að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af þjónustu sem þessari. Hér má finna upplýsingar.

 

Hér að neðan má sjá töflu með öllum verðum. Með áskrift er átt við að komið er tvisvar sinnum í mánuði og slegið. Verð eru öll með virðisaukaskatti sem er 24 prósent.

FyrirtækiStakt skipti Áskrift pr skipti
Hreinir garðarEkki í boði13889
Sláttuverk75006750
Ræstingar.is90009000
Garðlist246767936
Garðaþjónusta Íslands1915819158
Grænir bræður97968556
Betri garðar XX
LóðaslátturXX
Hellur.isXX
Lóðalausnir XX

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -