• Orðrómur

VERÐKÖNNUN – Hressilegur verðmunur á pylsu, kóki og Svala – Allt að 102 prósent munur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

 

Verðkönnun Mannlífs á pylsu, kóki og Svala leiddi í ljós gríðarlegan verðmun á þjóðarrétti Íslendinga pylsu. Mikill verðmunur var einnig á hálfs lítra kóki og Svala. Verðmunur á pylsu reyndist 44 prósent, munurinn á kókinu var 75 prósent og á Svala 102 prósent.

 

- Auglýsing -

Í tilefni þess að fólk fer að leggja land undir fót í auknum mæli ákvað Mannlíf  að athuga með verð  á þjóðarrétti Íslendinga,  pylsunni ásamt  kóki og Svala, víðs vegar um landið. Athugað var verð á 20 stöðum og voru verð fengin með því að hringja á staðina.

 

Niðurstöður

- Auglýsing -

Hæsta verð á pylsu er hjá AK- inn á Akureyri en lægsta verðið er hjá Olís. 44 prósenta munur er því á verði á hefðbundinni pylsu.

Hæsta verðið á hálfum lítra af kóki í plasti er hjá Bistro 510 á Hólmavík og það lægsta hjá Krambúðinni. 75 prósent munur er því á verði á hálfum lítra af kóki í plasti.

 

- Auglýsing -

Hæsta verðið á Svala er hjá Aðal – Braut í Grindavík en það lægsta er hjá Krambúðinni. 102 prósent munur er því á Svala.

 

 

Tafla með öllum upplýsingum og verðum er hér að neðan. Það skal tekið fram að sumir staðir seldu ekki kók í 0,5 lítra flöskum( bjóða upp á aðrar stærðir) og er því sett X þar sem það á við. Verð hjá N1, Olís og Krambúðinni eru þau sömu um allt land.

 

Staður:PylsaKók 0,5 LSvaliFjölskylda (2 fullorðnir og 2 börn)
N1 Allt landið4753351392848
Olís Allt landið3693391292412
Pylsuvagninn Selfossi5003201602960
AK- inn Akureyri5303351303050
Leirunesti Akureyri5103351302970
Hamraborg Ísafirði4803251002770
Krambúðin Búðardal445228992434
Krambúðin Hólmavík445228992434
Bistro 510 Hólmavík400400x
Kr-ía veitingasala Eskifirði4603301402780
Hafnarbúðin Hornafirði4303351302650
Vegamót Bíldudal4202801802600
Söluskáli ÓK Ólafsvík4903401602960
Aðal – Braut Grindavík5103652003170
Pylsuvagninn Selvogi450x150
Tvisturinn Vestmannaeyjum4903301502920
Kletturinn Vestmannaeyjum4903301802980
Doddagrill Garðinum5003501503400
Pylsuvagninn hjá Villa og Ingu Keflavík5003201502940
Pylsuvagninn á Akureyri Hafnarstræti500x150

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -